Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Litla Rússland #2

Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið taki sér stöðu á leigumarkaði til að koma á jafnvægi

Stjórnvöld stefna að uppbyggingu á 2800 hagkvæmum leiguíbúðum fyrir tekjulága hópa fyrir árið 2026. Átta hundruð þeirra eiga að rísa áður en yfirstandandi ár er liðið. Í dag úthlutaði Húsnæðis-og mannvirkjastofnun stofnframlögum til uppbyggingar á leiguíbúðum.

Innlent
Fréttamynd

Gremja hafi kraumað undir niðri í ríkis­stjórninni

Matvælaráðherra telur ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar tímabundið ekki stofna stjórnarsamstarfinu í hættu. Formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun ráðherra til skammar og reiðarslag fyrir starfsfólk Hvals Hf.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­slit lík­legri í dag en í gær

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Paul Watson ánægður með Svandísi

Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína.

Innlent
Fréttamynd

„Jón Gunnarsson er karl og ég er kona“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra. Að hennar mati þarf að bregðast við auknu streymi fólks hingað til lands með einhverjum hætti. Hún segir þó að það sé munur á sér og forvera sínum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er í svo stórum skóm, númer 46“

Formleg lyklaskipti fóru fram í dómsmálaráðuneytinu í dag. Jón Gunnarsson færði Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýbökuðum dómsmálaráðherra, lyklakippu í formi Íslands og í fánalitunum, aðgangskort og stærðarinnar blómvönd.

Innlent
Fréttamynd

Þrýst verði á Guð­rúnu að fylgja stefnu Jóns

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Nú er ég bara dottinn í það“

„Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 

Innlent
Fréttamynd

Guðrún inn sem ráðherra, Jón út

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á von á að vera gerð ráðherra

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist gera fastlega ráð fyrir því að vera gerð dómsmálaráðherra fyrir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er í Valhöll. Hún tæki við af Jóni Gunnarssyni sem býst við að verða almennur þingmaður. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fengis­málin ekki einka­mál eins ráðu­neytis

Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Trudeau til Vestmannaeyja

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. til 26. júní næstkomandi.

Innlent