Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. júlí 2023 12:49 Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun