Gæludýr

Fréttamynd

Setti upp myndavél í sameign vegna úrgangs nágrannahundsins

Íslendingi, sem hefur um nokkra hríð haft eftirlitsmyndavél í sameign fjöleignarhúss síns, hefur verið gert að taka hana niður. Að hundur nágrannans geri þarfir sínar á sameiginlegri lóð þeirra er að mati Persónuverndar ekki fullnægjandi ástæða fyrir þörf á öryggismyndavél.

Innlent
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu

Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

Erlent
Fréttamynd

Bó „í barneignum“ á gamals aldri

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra deildi krúttlegum fréttum af hundi sínum Bó á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan hefur átt hundinn um árabil en nú stendur hann í stórræðum. 

Lífið
Fréttamynd

Hundur seldur á uppboði hjá sýslumanni

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í næstu viku með uppboð á Rjúpnabrekku Blakki, enskum setter-hundi, sem er settur á uppboð vegna slita á sameign tveggja aðila.

Innlent
Fréttamynd

Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ

Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn syrgir elsku Tinna sinn

„Elsku Tinni er dáinn. Hann kvaddi í gærmorgun eftir þriggja vikna veikindi. Hann var fallegasti og besti hundur sem ég hef kynnst og við söknum hans svo ótrúlega mikið.“

Lífið
Fréttamynd

15 prósent Breta nota gæludýranöfn sem aðgangsorð

Milljónir Breta nota nöfn gæludýra sem aðgangsorð ef marka má nýja könnun National Cyber Security Centre (NCSC). Könnunin leiddi í ljós að um 15 prósent nota gæludýranöfn sem leyniorð, 14 prósent nafn fjölskyldumeðlims og 13 prósent einhverja markverða dagsetningu.

Erlent
Fréttamynd

„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“

Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 

Innlent