Geðheilbrigði

Fréttamynd

Efna­hags­mál sem geðheilbrigðismál

Það er oft sagt að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hálfsannleikur. Hið rétta er að ef fólk hefur áhyggjur af afkomu sinni – næstu mánaðamótum – þá er það áhyggjufullt og mögulega óhamingjusamt vegna þess. Fjárhagslegt öryggi er grunnur að andlegri líðan og skortur á því getur leitt til alvarlegra erfiðleika í andlegri heilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­saka tengsl sköpunar­gáfu og ADHD

Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig líður þér í dag?

Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Sál­fræði­með­ferð - Mann­réttindi eða munaður?

Íslendingar eru á marga mælikvarða í fremstu röð þjóða heims. Þar eru staðtölur um heilbrigði og heilbrigðiskerfið engin undantekning. Lífslíkur Íslendinga eru með því sem hæst gerist í veröldinni, ungbarnadauði er nær óþekktur og jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu er með því besta sem gerist.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heilsa er sam­fé­lags­mál

Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata.

Skoðun
Fréttamynd

Að bjarga manns­lífi

Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Í vikunni lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þetta er í annað sinn sem tillagan er lögð fram, nú með nokkrum breytingum sem byggðar eru á góðri þróun, þar sem starfshópur á vegum Lífsbrúar hjá embætti landlæknis hefur tekið til starfa.

Skoðun
Fréttamynd

„Við sjáum af­leiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafa verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan þjóðar fari versnandi. Samtökin hafa sent stjórnvöldum enn eina umsögnina þess efnis. Það þurfi stórefla forvarnir og hætta að tala bara um einstaka átak sem fjari svo út eftir nokkra daga.

Innlent
Fréttamynd

Riddarar kær­leikans

Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel.

Skoðun
Fréttamynd

Engu um að kenna nema „hand­ó­nýtu kerfi“

Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“.

Innlent
Fréttamynd

Skipti öllu máli að telja drykkina

Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til hæst­virts fjár­mála­ráð­herra Sigurðar Inga Jóhanns­sonar frá sér­fræðingum í klínískri sál­fræði

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þann 24. september síðastliðinn fór fram umræða um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Fyrirspurnir beindust að hæstvirtum fjármálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Við undirrituð fögnum því að skýr vilji sé fyrir hendi hjá núverandi fjármálaráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu eins og aðra heilbrigðisþjónustu enda kominn tími til.

Skoðun
Fréttamynd

Um mennsku og sam­fé­lag

Samfélag verður til við gagnkvæm samskipti og lifandi tengsl fólks. Það er víst ekki nýr sannleikur. Mikið hefur verið rætt um líf eða dauða slíkra samskipta með tilkomu ríkjandi tölvu- og snjallsímavæðingar. Það er eitt en síðan má sömuleiðis fjalla um einstaklingshyggju í því sambandi sem virðist vera valdur að vaxandi einsemd og einmanaleika í nútímanum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru sál­fræðingarnir?

Geðheilbrigðismál og niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á fundi Alþingis þann 24. september.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um það sem er í boði fyrir ungt fólk

Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra.

Skoðun
Fréttamynd

Hvort er á­nægju­legra, kyn­líf eða verslunar­leið­angur?

Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­metan­leg vin­átta eftir lífs­björg

Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins.

Innlent