

Dagur Kár Jónsson hefur framlengt samning sinn við Grindavík og mun því spila áfram með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta næsta vetur.
Þór mætti Grindavík á Salt-Pay vellinum á Akureyri í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins nú í kvöld. Liðin leika bæði í Lengjudeildinni og skilja þar 8 stig liðin að. Þórsarar eru komnir áfram eftir 2-1 iðnaðarsigur.
Grindavík fór upp fyrir Kórdrengi í annað sæti Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld eftir 3-1 sigur á Gróttu. Þá voru sex mörk skoruð í Mosfellsbæ.
Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta þá fullkomnaði Grindavík endurkomuna með sjö stiga sigri í kvöld, 75-68 og vann einvígið 3-2 sem þýðir að liðið spilar í efstu deild á næstu leiktíð.
Mönnum var heitt í hamsi á hliðarlínunni undir lok leiks Grindavíkur og Selfoss í Lengjudeild karla í gær. Eitt gult spjald og eitt rautt fóru á loft.
Njarðvík vann magnaðan tveggja stiga sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 94-92 í leik sem var þríframlengdur.
Afturelding er komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld.
Stjarnan er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Grindavík í oddaleik í Garðabæ í kvöld.
Dagurinn í dag, 28. maí, er eins og aðfangadagur fyrir körfuboltaáhugafólk enda eru tveir oddaleikir á dagskrá. Eftir kvöldið verður ljóst hvaða fjögur lið komast í undanúrslit Domino's deildar karla.
Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna.
Það hefur verið hart tekist á í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta en leikaraskapurinn er líka til staðar eins og sannaðist í Grindavík í síðasta leik.
„Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld.
Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi.
Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni.
„Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar.
Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag.
Slóvenski bakvörðurinn Mirza Sarajlija mun ekki spila fleiri leiki með Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kominn með nýja starfslýsingu í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi en þá var farið yfir leik tvö í átta liða úrslitunum.
Dagur Kár Jónsson var allt í öllu þegar Grindvíkingar jöfnuðu einvígið á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í gærkvöldi.
Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89.
Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ósáttur með tapið gegn Grindvíkingum í kvöld. Hann hafði sitt að segja um leikbannið sem Hlynur Bæringsson var dæmdur í og gagnrýndi vinnubrögð Körfuknattleikssambandsins harðlega.
Er Hlynur Bæringsson möguleika á leið í leikbann? Domino´s Körfuboltakvöld skoðaði atvikið sem hefur skapað mikla umræðu á netmiðlum eftir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Stjarnan er komið í 1-0 gegn Grindavík í átta liða úrslitum Domino's deildar karla en fyrsti leikur liðanna fór fram í Garðabænum í kvöld.
Grindavík heimsækjir Stjörnuna í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, ætlaði að gifta sig í dag, en það verður víst að bíða betri tíma.
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 4-1 sigur á útivelli gegn HK og Grindavík og Haukar skildu jöfn 1-1.
Valur afgreiddi Grindavík á heimavelli í síðustu umferð Domino's deildarinnar í kvöld. Valur komst snemma í forystu sem gerði það verkum að Grindavík þurfti að elta allan leikinn sem var of erfitt og niðurstaðna 91 - 76 sigur Vals.
Framganga Grindavíkur í síðustu leikjum hefur verið frábær en liðið er að taka við sér skömmu fyrir úrslitakeppni. Frammistaða þeirra var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið.
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grótta vann Þór Akureyri 4-3 og Grindavík vann ÍBV 3-1.
KA hefur fengið markvörðinn Vladan Djogatovic að láni frá Grindavík til að fylla í skarðið sem myndaðist þegar Kristijan Jajalo meiddist.
Grindvíkingar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Tindastóli í Domino´s deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar eiga enn von um að ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.