Fram

Fréttamynd

Keim­lík mörk er Valur og Fram gerðu jafn­tefli

Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“

ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var iðnaðarsigur“

„Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti

Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Framarar fá liðsstyrk frá Selfossi

Selfyssingurinn Alexander Már Egan mun leika með Fram á næsta tímabili í Olís-deildinni í handbolta. Alexander skrifar undir tveggja ára samning í Grafarholtinu.

Handbolti
Fréttamynd

Fram kaupir Almar frá Val

Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Íslenski boltinn