Ljósmyndun

Fréttamynd

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning
Fréttamynd

Þúsundir ljós­mynda sem týndust í aur­skriðunum fundust ó­skemmdar

Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með.

Innlent
Fréttamynd

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Menning
Fréttamynd

Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum

Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hjálparsveitarstarfið órjúfanlegur hluti af sjálfinu

„Það mætti segja að öll mín fullorðinsár hafi á einn eða annan hátt snúist um leit og björgun,“ segir Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari. Hann segir óþægilegast að mynda björgunarstörf á vettvangi þegar einhver hefur slasast eða látist.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“

„Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi

„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi

Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf verið meira hrifin af raunveruleikanum en einhverri glansmynd

Ljósmyndarinn Díana Júlíusdóttir hefur þrátt fyrir stuttan starfsaldur í faginu hlotið mikla athygli fyrir myndir sínar. Í vikunni fékk hún þær fréttir að heimildarmyndaröð hennar af Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og foreldrum hennar verður sýnd á stórri ljósmyndasýningu í Barcelona á næsta ári.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann

Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti.

Lífið
Fréttamynd

Myndakeppni: Gæludýrin slá í gegn

Forsvarsmenn Mars gæludýragrínmyndaverðlaunanna 2020, Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards, hafa tilkynnt hvaða myndir munu keppa til úrslita í keppninni í ár.

Lífið