Besta deild karla

Fréttamynd

„Gekk ein­fald­lega allt upp hjá okkur í dag“

Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“

„Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. 

Sport
Fréttamynd

Fjórir Val­sarar í liði fyrsta fjórðungs Bestu deildarinnar

Strákarnir í Þungavigtinni gerðu upp fyrsta fjórðung í Bestu deild karla og völdu bestu menn og lið fjórðungsins. Þá var veikasti hlekkurinn einnig valinn. Víkingurinn Oliver Ekroth var bestur að mati strákanna og Hlynur Freyr Karlsson Valsari var valinn sá besti ungi eftir mikla samkeppni frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni í Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Djöfull er ég fúll“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir að ÍBV hafði haldið hreinu í 95 mínútur gegn Víking, heitasta liði landsins, en tapa samt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við

Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars

KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans.

Íslenski boltinn