
Höttur

„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“
Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar.

Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri
Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt.

Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu
ÍR-ingar unnu eins stiga sigur á föllnum Hattarmönnum í Skógarselinu í kvöld, 84-83 og stigu um leið stórt skref í átt að úrslitakeppninni.

„Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“
Það mátti sjá ákveðinn létti í andliti Borce Ilievski, þjálfara ÍR eftir dramatískan sigur liðsins gegn Hetti nú í kvöld. ÍR-ingar voru yfir nánast allan leikinn þar til á lokamínútunni þegar Höttur komst yfir. Borce segist vissulega vera ánægður með sigurinn þó svo að hann sé vissulega ekki sáttur með það hvernig hann kom til.

Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara
Þórsarar töpuðu tveimur dýrmætum stigum á Egilsstöðum í kvöld í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta. Höttur vann átta stiga sigur, 103-95.

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld.

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
KR bar sigurorð af Hetti 97-75 þegar liðin áttust við í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR innbyrti þarna mikilvæg stig í baráttu sinni um að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Úrslitin þýða hins vegar að Höttur er fallinn úr efstu deild.

Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna
Kraftaverk þarf til að Höttur bjargi sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir úrslit kvöldsins. Höttur tapaði 86-89 á heimavelli fyrir Stjörnunni. Liðið sýndi ágætan leik og var komið í ágæta stöðu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan hrökk í gang. Þjálfari Hattar var þó heilt yfir sáttur við leik síns liðs.

Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, var þakklátur fyrir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld því hans lið var komið í erfiða stöðu.

Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti
Stjarnan heldur áfram í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir 86-89 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn snérist gestunum í vil undir lokin. Hattarliðið á aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér í deildinni.

„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“
Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik.

Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með 34 stiga sigri á Hetti, 92-58, á Hlíðrenda. Þetta var fjórði sigur Valsliðsins í röð og kom liðinu upp í fimmta sætið.

Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum
Tindastóll er áfram tveimur stigum á eftir Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknatteik eftir leiki kvöldsins. Tindastóll vann nokkuð þægilegan sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld með fínum leik í seinni hálfleik. Staða Hattar í fallbarátunni er farinn að verða svört.

Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð
Njarðvík fékk Hött í heimsókn til sín í IceMar-höllina í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar vonaðist til þess að halda áfram að setja pressu á toppliðin á meðan Höttur vonaðist til þess að geta spyrnt sér í átt að öruggu sæti.

Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“
Nýliðar FHL, sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar, voru að fá góðar fréttir af leikmannamálum félagsins.

Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur
Grindvíkingar sóttu tvö stig austur á Egilsstaði eftir eins stigs sigur á heimamönnum í Hetti, 64-63. Það var ekkert gefið eftir í þessum miklum baráttuleik og varnirnar í aðalhlutverki.

„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“
Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds.

Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu
Keflavík komst aftur á sigurbraut eftir fjórtán stiga sigur gegn Hetti 112-98. Eftir brösóttan fyrsta leikhluta gáfu heimamenn í og litu aldrei um öxl eftir það.

Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum
Haukar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttu Bónus deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött 86-89 á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara.

„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“
Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur.

Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti
Höttur batt endi á fjögurra leikja taphrinu sína með mögnuðum endurkomusigri á Álftnesingum í kvöld. Eftir skelfilega byrjun komu Hattarmenn til baka með Obi Trotter fremstan í flokki en hann skoraði sautján stig í fjórða leikhluta.

Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð
ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig á Egilsstaði.

Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð
Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik.

Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti
KR-ingar unnu þriggja stiga sigur gegn Hetti, 88-85, á Egilsstöðum í fyrsta leik kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“?
Courvoisier McCauley, sem nú er hættur sem leikmaður Hattar, kenndi sérfræðingum Bónus Körfuboltakvölds að bera fram nafnið hans. Þeir höfðu þó meira gaman af því hvernig McCauley bar fram nafn Hattar.

Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic
Gedeon Dimoke er genginn í raðir körfuboltaliðs Hattar. Honum er ætlað að fylla skarð Matejs Karlovic sem er meiddur.

„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn
Stjörnumenn áttu í talsverðum vandræðum með baráttuglaða og kanalausa Hattarmenn í Garðabænum í kvöld en unnu að lokum sjö stiga sigur, 87-80. Stjarnan komst fyrir vikið aftur upp í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í deildinni í vetur.

Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley
Höttur hefur samið við Bandaríkjamanninn Justin Roberts um að leika með liðinu út leiktíðina í Bónus deild karla í körfubolta. Hann fyllir skarð Courvoisier McCauley.

Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“
Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna.