Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Bárður: Vill fá hálfan Skagafjörðinn í höllina

"Við erum bara í skýjunum eftir þennan leik,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn á KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Tindastóll vann leikinn 89-86 og eru því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Keflvíkingum 18. febrúar.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 72-54

KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Ármann tapar leiknum 20-0 | Þarf að greiða sekt og allan kostnað

Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks.

Körfubolti
Fréttamynd

Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir

Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur.

Körfubolti
Fréttamynd

Tindastóll og KFÍ áfram í bikarnum

Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar karla í dag og einn í kvennaflokki. Gott gengi Tindastóls hélt áfram en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Njarðvík á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102

Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn.

Körfubolti
Fréttamynd

KR lagði Snæfell í spennuleik | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld og var mesta spennan í Stykkishólmi þar sem KR vann nauman sigur gegn liði Snæfells, 68-66. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Snæfell fékk tækifæri til þess að jafna metin í síðustu sókn leiksins. Keflavík styrkti stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 89-62 sigri gegn Val á heimavelli. Haukar lögðu Fjölni á útivelli, 92-71, og Njarðvík vann Hamar 89-77 en Njarðvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Butler-frænkurnar verða liðsfélagar í Keflavík

Kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfuknattleik hefur bætt við sig erlendum leikmanni og mun Shanika Butler leika með liðinu út leiktíðina. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki. Shanika er bandarísk líkt og Jaleesa Butler sem hefur leikið með Keflavík í vetur. Og það sem meira er að Shanika er bróðurdóttir Jaleesu.

Körfubolti
Fréttamynd

Pálína: Stutt að fara í Njarðvík en leikurinn verður erfiður

"Það er stutt að fara í Njarðvík en þetta verður ekki léttur leikur,“ Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik þegar hún var innt eftir því hvort það væri ekki stutt að fara í léttann leik í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Dregið var í 8-liða úrslitum kepninnar í höfuðstöðvum Vífilfells í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76

KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73

Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Shouse fékk flest atkvæði í stjörnuliðið

Í gær var greint frá því hvaða tíu leikmenn verða í byrjunarliðum liða höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar þegar þau mætast í stjörnuleik KKÍ þann 14. janúar næstkomandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Helena valin Körfuknattleiksfólk ársins 2011

Jakob Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2011 af KKÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob er valinn en Helena var nú valin sjöunda árið í röð. Jakob endaði fjögurra ára sigurgöngu Jóns Arnórs Stefánssonar í þessu árlega kjöri.

Körfubolti
Fréttamynd

Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur

Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía.

Körfubolti
Fréttamynd

Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld

Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísfirðingar óstöðvandi | úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Sigurganga KFÍ heldur áfram í 1. deild karla í körfubolta og fátt virðist ætla að stöðva Ísfirðinga á þessari leiktíð en þetta var sjöundi sigurleikur KFÍ í röð. Craig Schoen fór enn og aftur á kostum í liði KFÍ í 110-103 sigri gegn Breiðabliki á Ísafirði í kvöld. Bandaríkjamaðurinn skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og var einni stoðsendingu frá því að ná þrefaldri tvennu. Þrír leikir fóru fram í kvöld. ÍA lagði FSu á Selfossi, 99-74. Hamar vann góðan sigur gegn Ármanni í Hveragerði, 106-87.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslenska landsliðið eina liðið í sjötta styrkleikaflokki

Það er búið að raða liðunum, sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta, niður í styrkleikaflokka en íslenska körfuboltalandsliðið tekur nú þátt á ný og mun berjast um það að komast á EM 2013 í Slóveníu. Það verður dregið í riðla í München 4. desember næstkomandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Einar Þór kominn í 1000 leiki

Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna.

Körfubolti