Ástin á götunni Gummi Ben skoraði síðasta mark Íslands á móti Kýpur Guðmundur Benediktsson var síðasti íslenski landsliðsmaðurinn sem náði því að skora í landsleik á móti Kýpur. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en Ísland er búið að spila 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora. Íslenski boltinn 6.9.2011 13:26 Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur. Íslenski boltinn 5.9.2011 20:30 Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. Íslenski boltinn 5.9.2011 20:28 Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. Íslenski boltinn 5.9.2011 20:26 Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. Íslenski boltinn 5.9.2011 14:26 Engar skyndilausnir í boði Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Íslenski boltinn 4.9.2011 20:02 Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Íslenski boltinn 4.9.2011 20:02 Geir: Fjölmargir aðilar hafa haft samband við KSÍ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að fjölmargir aðilar hefðu haft samband við KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Íslenski boltinn 4.9.2011 17:13 Selfoss með annan fótinn í úrvalsdeild - ÍA meistari Selfoss er nánast búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla næsta sumar eftir ævintýralegan 4-3 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á Selfossi. Selfoss komið með 41 stig eða sex stigum meira en Haukar þegar aðeins eru eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn 3.9.2011 16:17 Aftur unnu strákarnir með Eyjólf í stúkunni - myndir Íslenska 21 árs landsliðið hóf undankeppni EM 2013 með góðum sigri á Belgíu á Hlíðarenda í gær en Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska liðsins var í leikbanni og sat í stúkunni á Vodafone-vellinum. Íslenski boltinn 1.9.2011 22:00 Utan vallar: Nýr þjálfari þarf að leita í smiðju Drillo Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast. Fótbolti 1.9.2011 21:38 Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti. Íslenski boltinn 1.9.2011 20:40 Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 1.9.2011 20:01 Guðlaugur Victor: Sýndum það að við getum unnið hvaða lið sem er Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013. Íslenski boltinn 1.9.2011 19:31 Björn Bergmann tryggði Íslandi sigur gegn Belgum - skoraði bæði mörkin Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark íslenska 21 árs landsliðsins á móti Belgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013 sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Björn Bergmann skoraði sigurmarkið sitt þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi með því 2-1 sigur. Íslenski boltinn 1.9.2011 19:02 Kominn tími á erlendan þjálfara Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu. Íslenski boltinn 31.8.2011 22:38 Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA. Íslenski boltinn 31.8.2011 22:06 Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið. Íslenski boltinn 30.8.2011 17:41 Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn. Íslenski boltinn 30.8.2011 09:06 Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld. Íslenski boltinn 29.8.2011 22:43 Hermann og Heiðar ekki með - fjórar breytingar á A-landsliðinu Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur kallað inn fjóra nýja menn í hópinn. Íslenski boltinn 29.8.2011 16:59 Hallgrímur og Steinþór Freyr kallaðir inn í landsliðið Hallgrímur Jónasson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 29.8.2011 16:32 Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. Íslenski boltinn 26.8.2011 21:45 Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. Íslenski boltinn 26.8.2011 21:45 Ólafur: Bestu leikir mínir gegn Noregi Ólafur Jóhannesson er vongóður fyrir leik Íslands gegn Noregi sem fer fram ytra eftir eina viku. Hann valdi landsliðshóp sinn í gær. Íslenski boltinn 25.8.2011 21:51 HK enn á lífi eftir annan 3-0 sigurinn í röð - Haukar unnu Leikni HK-ingar eru enn á lífi í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-0 útisigur á ÍR í Mjóddinni í kvöld. HK hefði fallið í 2. deild með tapi alveg eins og í síðasta leik þegar HK-ingar unnu 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Þetta eru tveir fyrstu sigrar HK-liðsins í sumar. Íslenski boltinn 25.8.2011 20:35 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. Íslenski boltinn 25.8.2011 14:36 Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. Íslenski boltinn 25.8.2011 13:27 Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. Íslenski boltinn 25.8.2011 13:19 Eyjólfur velur 23 leikmenn fyrir leikina gegn Belgum og Norðmönnum Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, hefur valið 23 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Belgíu og Noregi í undankeppni EM 2013. Leikirnir fara fram 1. september á Vodafone-vellinum og 6. september á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 24.8.2011 15:43 « ‹ 222 223 224 225 226 227 228 229 230 … 334 ›
Gummi Ben skoraði síðasta mark Íslands á móti Kýpur Guðmundur Benediktsson var síðasti íslenski landsliðsmaðurinn sem náði því að skora í landsleik á móti Kýpur. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en Ísland er búið að spila 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora. Íslenski boltinn 6.9.2011 13:26
Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur. Íslenski boltinn 5.9.2011 20:30
Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. Íslenski boltinn 5.9.2011 20:28
Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. Íslenski boltinn 5.9.2011 20:26
Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. Íslenski boltinn 5.9.2011 14:26
Engar skyndilausnir í boði Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandsliðinu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Noregi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnisleik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Íslenski boltinn 4.9.2011 20:02
Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Íslenski boltinn 4.9.2011 20:02
Geir: Fjölmargir aðilar hafa haft samband við KSÍ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að fjölmargir aðilar hefðu haft samband við KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Íslenski boltinn 4.9.2011 17:13
Selfoss með annan fótinn í úrvalsdeild - ÍA meistari Selfoss er nánast búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla næsta sumar eftir ævintýralegan 4-3 sigur gegn BÍ/Bolungarvík á Selfossi. Selfoss komið með 41 stig eða sex stigum meira en Haukar þegar aðeins eru eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn 3.9.2011 16:17
Aftur unnu strákarnir með Eyjólf í stúkunni - myndir Íslenska 21 árs landsliðið hóf undankeppni EM 2013 með góðum sigri á Belgíu á Hlíðarenda í gær en Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska liðsins var í leikbanni og sat í stúkunni á Vodafone-vellinum. Íslenski boltinn 1.9.2011 22:00
Utan vallar: Nýr þjálfari þarf að leita í smiðju Drillo Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast. Fótbolti 1.9.2011 21:38
Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti. Íslenski boltinn 1.9.2011 20:40
Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 1.9.2011 20:01
Guðlaugur Victor: Sýndum það að við getum unnið hvaða lið sem er Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013. Íslenski boltinn 1.9.2011 19:31
Björn Bergmann tryggði Íslandi sigur gegn Belgum - skoraði bæði mörkin Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark íslenska 21 árs landsliðsins á móti Belgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013 sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Björn Bergmann skoraði sigurmarkið sitt þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi með því 2-1 sigur. Íslenski boltinn 1.9.2011 19:02
Kominn tími á erlendan þjálfara Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu. Íslenski boltinn 31.8.2011 22:38
Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA. Íslenski boltinn 31.8.2011 22:06
Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið. Íslenski boltinn 30.8.2011 17:41
Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn. Íslenski boltinn 30.8.2011 09:06
Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld. Íslenski boltinn 29.8.2011 22:43
Hermann og Heiðar ekki með - fjórar breytingar á A-landsliðinu Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur kallað inn fjóra nýja menn í hópinn. Íslenski boltinn 29.8.2011 16:59
Hallgrímur og Steinþór Freyr kallaðir inn í landsliðið Hallgrímur Jónasson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 29.8.2011 16:32
Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu. Íslenski boltinn 26.8.2011 21:45
Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. Íslenski boltinn 26.8.2011 21:45
Ólafur: Bestu leikir mínir gegn Noregi Ólafur Jóhannesson er vongóður fyrir leik Íslands gegn Noregi sem fer fram ytra eftir eina viku. Hann valdi landsliðshóp sinn í gær. Íslenski boltinn 25.8.2011 21:51
HK enn á lífi eftir annan 3-0 sigurinn í röð - Haukar unnu Leikni HK-ingar eru enn á lífi í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-0 útisigur á ÍR í Mjóddinni í kvöld. HK hefði fallið í 2. deild með tapi alveg eins og í síðasta leik þegar HK-ingar unnu 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Þetta eru tveir fyrstu sigrar HK-liðsins í sumar. Íslenski boltinn 25.8.2011 20:35
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. Íslenski boltinn 25.8.2011 14:36
Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. Íslenski boltinn 25.8.2011 13:27
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. Íslenski boltinn 25.8.2011 13:19
Eyjólfur velur 23 leikmenn fyrir leikina gegn Belgum og Norðmönnum Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, hefur valið 23 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Belgíu og Noregi í undankeppni EM 2013. Leikirnir fara fram 1. september á Vodafone-vellinum og 6. september á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 24.8.2011 15:43