Tækni

Fréttamynd

Facebook nær að stöðva klámbylgjuna

Forsvarsmenn Facebook samskiptasíðunnar segja að þeim hafi tekist að stöðva flóð klámmynda sem pirrað hefur notendur samskiptamiðilsins síðustu daga. Þúsundir Facebook síða urðu fyrir árásum tölvuþrjóta og birtust svæsnar klámmyndir á síðum fólks fyrirvaralaust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Steve Jobs: Hætti og fór að læra skrautskrift

Steve Jobs heitinn, fyrrverandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi Apple, hélt ræðu fyrir útskriftarnema við Stanford háskóla árið 2005. Jobs greindi þar frá skólagöngu sinni, sem var um margt einkennileg, og persónulegum ákvörðunum sem skipt hafa hann miklu máli í gegnum tíðina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Klám flæðir yfir Facebook

Ný veira herjar nú á Facebook notendur um allan heim sem lýsir sér þannig að á Facebook síðum fólks birtast klámmyndir af svæsnustu sort. Vandamálið hefur verið að gera vart við sig í meira mæli undanfarna daga og nú er svo komið að notendur eru orðnir vægast sagt pirraðir. Það sem verra er, þá virkar vírusinn á þann hátt að svo virðist sem vinur þinn eða vinkona á Facebook sé að „pósta“ myndunum þrátt fyrir að vera alsaklaus af slíkri hegðun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook verður að fá leyfi notenda

Samskiptasíðan Facebook nálgast nú samkomulag við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna. Nýja samkomulagið gerir ráð fyrir að Facebook verði að biðja um leyfi notenda sinna ef til breytinga kemur á friðhelgi þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Omnis opnar í Reykjavík

Í dag, hinn 11. nóvember 2011 opnar Omnis ehf. tölvuverslun og tölvuverkstæði í Ármúla 11. Omnis er á sínu 10. starfsári en fyrirtækið hefur undanfarin ár rekið verslanir á þremur stöðum á landsbyggðinni, í Borgarnesi, á Akranesi og í Keflavík.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Adobe segir skilið við Flash

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Adobe Systems tilkynnti í dag að fyrirtækið muni hætta þróun á Flash margmiðlunarhugbúnaðinum fyrir snjallsíma. Flash er þungamiðja fjölmiðlunar í stýrikerfum margra snjallsíma, þar á meðal í Android og BlackBerry.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook getur komið þér í steininn - nokkrir örlagaríkir statusar

Facebook statusar geta verið varhugaverðir. Stundum virðist fólk ekki átta sig á því að það sem sett er sem status á Facebook síðunni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman nokkrar stöðuuppfærslur sem eiga það sameiginlegt að hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple viðurkennir galla í iPhone 4S

Talsmenn tölvurisans Apple hafa virðurkennt að galli sé í nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, iPhone 4S. Frá því að síminn fór í almenna sölu hafa notendur kvartað yfir stuttum líftíma rafhlöðunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dýrasti iPad veraldar

Gullsmiðurinn Stuart Hughes hefur að öllum líkindum framleitt dýrasta iPad í heimi. Spjaldtölva Hughes er þakin 12.5 karata demöntum og Apple merki tölvunnar er samansett úr 53 gimsteinum. Öll bakhlið tölvunnar er mynduð úr 24 karata gulli og er tvö kíló að þyngd.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir gagnrýni Steve Jobs

Bill Gates, einn af stofnendum Microsoft, gefur lítið fyrir gagnrýni Steve Jobs í nýlegri ævisögu sem varpar ljósi á samstarf og samkeppni Gates og Jobs. Ævisagan var gefin út stuttu eftir að Jobs lést.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pete Townshend ekki sáttur með iTunes

Pete Townshend, gítarleikari The Who, biðlaði til Apple um að nota úrræði sín og fjármuni til að hjálpa nýjum hljómsveitum að komast á framfæri. Hann sagði að margmiðlunarforritið iTunes væri einungis til þess gert að blóðga listamenn eins og stafræn vampíra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hraðari og betri en forverarnir

Margir bjuggust við að fá að sjá þunnan og léttan iPhone með stærri skjá þegar Apple kynnti nýjustu uppfærsluna á þessum vinsæla snjallsíma. iPhone 4S, sem þá var kynntur, hefur þó fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað á föstudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BlackBerry þjónustan komin í samt lag

Búið er að lagfæra kerfisbilun sem varð í símtækjum BlackBerry. Þetta sagði stofnandi BlackBerry, Mike Lazaridis, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi nú rannsaka hvað olli biluninni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPad vinsælasta spjaldtölvan á internetinu

Samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsóknar fyrirtækisins comScore er iPad vinsælasta spjaldtölva Internetsins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að 97.2% af þeim sem nota spjaldtölvur á Internetinu noti spjaldtölvuna vinsælu frá Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BlackBerry-þjónustan liggur enn niðri

Notendur Blackberry snjallsímanna eru æfir annan daginn í röð. Skilaboðaþjónusta BlackBerry liggur enn niðri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Vandamálið má rekja til galla í tækjunum sem lokar fyrir internetaðgang þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 4S slær met

Apple greindi frá því í dag að á einum degi hefði ein milljón neytenda forpantað iPhone 4S snjallsímann. Í tilkynningunni segir að með þessu hafi fyrra met Apple verið slegið, en 600.000 manns keyptu síðustu týpu iPhone í forpöntun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færði tæknina til fólksins

"Hann hafði mjög sterka sýn á það hvernig hann gæti fangað hug og hjörtu fólks," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, sem hafði töluverð kynni af Steve Jobs vegna starfa sinna hjá Sony og Time-Warner.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google frestar nýrri uppfærslu Android

Google ætlar ekki að ýta úr vör nýrri útgáfu af Android stýrikerfinu vinsæla, en áætlað var að kynna uppfærsluna í dag. Í yfirlýsingu segir að Google hafi ákveðið að fresta kynningunni af virðingu við Steve Jobs, fyrrum forstjóra Apple.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið gefur Microsoft grænt ljós

Microsoft hefur fengið leyfi Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur forritsins skipta milljónum. Talið er að Microsoft muni nota hugbúnað Skype til að betrumbæta samskipta forrit sitt, Windows Live Messenger, ásamt því að bjóða upp á nýjungar í Office hugbúnaðarpakkanum.

Viðskipti erlent