Apple hélt velli á meðan markaðir hrundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2015 19:38 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti. Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Apple unnu upp mikið fall við opnum markaða í dag á meðan mikið verðfall var á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn í kjölfar hruns á mörkuðum í Kína. Hlutabréf Apple lækkuðu mikið við opnun markaða en tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, snéri dæminu við þótt að endingu hefðu bréfin lækkað um 2,5% í lok dags. Í kjölfar þess sem fjölmiðlar ytra kalla „The Great Fall of China“ varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi. Fyrst um sinn voru hlutabréf í Apple engin undantekning frá öðrum hlutabréfum. Örfáum mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum höfðu hlutabréf í Apple lækkað um 13%, í takt við önnur hlutabréf en helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum á borð við Nasdaq og Dow Jones lækkuðu töluvert við opnun markaða.Sjá einnig: Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína.Það var hinsvegar tölvupóstur frá Tim Cook, forstjóra Apple, til viðskiptablaðamannsins Jim Cramer hjá CNBC sem leiddi til þess að fjárfestar öðluðust trú á Apple umfram önnur bréf. Í tölvupóstinum sagði Cook að sala á iPhone-símum fyrirtækisins hefði aukist í Kína undanfarnar vikur, þrátt fyrir áhyggjur yfir því að efnahagur Kína væri að hægja á sér og þann óstöðugleika sem því hefur fylgt. Í kjölfar póstsins ruku hlutabréf Apple upp í verði og þegar mest lét hafði félagið hækkað um 3%. Félagið hífði einnig upp fall helstu hlutabréfavísitalna á mörkuðum í Bandaríkjunum sem lækkuðu einnig mikið við opnun markaða. Verð hlutabréfa í Apple féll þó örlítið til baka þegar leið á daginn og var verð bréfanna við lokun markaðanna um 2,5% lægra en það var fyrir opnun markaða í dag.Uppfært kl. 21.30 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að hlutabréf Apple hefðu hækkað í verði á meðan önnur lækkuðu. Það var ekki rétt, þau lækkuðu einnig áður en dagurinn var úti.
Tækni Tengdar fréttir Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira