Hernaður Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15.4.2023 08:00 Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33 Norður-Kórea gerir prófanir á langdrægum flugskeytum Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu. Erlent 13.4.2023 23:58 Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. Erlent 13.4.2023 16:56 Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12.4.2023 17:39 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. Erlent 12.4.2023 10:37 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:19 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. Erlent 8.4.2023 15:18 Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). Erlent 8.4.2023 10:06 Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Erlent 3.4.2023 23:17 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. Erlent 1.4.2023 08:00 Segja Rússa ætla að bjóða Norður-Kóreu mat fyrir vopn Rússar hyggjast gera út sendinefnd til Norður-Kóreu, sem mun bjóða þarlendum ráðamönnum mat fyrir vopn. Þetta sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Erlent 31.3.2023 08:08 Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. Erlent 30.3.2023 19:00 Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Erlent 30.3.2023 06:58 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Erlent 29.3.2023 13:17 Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. Erlent 27.3.2023 15:36 104 ára bresk stríðshetja á 63 ára gamla kærustu á Íslandi Konunglega breska hersveitin, sem eru samtök breskra uppgjafarhermanna hafa sent ákall til bresku þjóðarinnar þar sem almenningur er hvattur til að senda fyrrum hermanninum Ernest Horswall kveðju á 105 ára afmælisdaginn þann 21. apríl næstkomandi, en Ernest á enga ættingja á lífi. Fjölmargir breskir miðlar hafa birt fréttir um málið en þar kemur meðal annars fram að hinn 104 ára gamli ofurhugi eigi kærustu á Íslandi. Ernest hefur heimsótt Ísland reglulega síðan árið 1991 og á marga vini hér á landi. Lífið 25.3.2023 13:00 Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Erlent 24.3.2023 14:35 Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Erlent 24.3.2023 10:07 Rússar geti farið heim með skriðdrekana sína óttist þeir um þá John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að ef Rússar óttist um skriðdreka sína í Úkraínu, sé einfalt fyrir þá að keyra skriðdrekana aftur til Rússlands. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Bretar séu að senda Úkraínumönnum skot úr rýrðu úrani. Erlent 23.3.2023 16:03 Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. Erlent 21.3.2023 17:09 Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslu Íslands eru um þessar mundir að þjálfa úkraínska hermenn í Litáen. Það er liður í samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen en litáískir, norskir, sænskir og íslenskir sprengjusérfræðingar koma að þjálfuninni. Innlent 21.3.2023 12:01 Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Erlent 20.3.2023 12:31 Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins. Erlent 20.3.2023 09:04 Enn einni eldflauginni skotið frá Norður-Kóreu Enn einni eldflauginni var skotið frá Norður-Kóreu í morgun. Að þessu sinni var um að ræða skammdræga eldflaug og var henni skotið til austurs, á haf út frá Kóreuskaganum. Erlent 19.3.2023 10:07 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Erlent 17.3.2023 15:23 Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð. Erlent 17.3.2023 14:29 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 55 ›
Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15.4.2023 08:00
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33
Norður-Kórea gerir prófanir á langdrægum flugskeytum Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu. Erlent 13.4.2023 23:58
Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. Erlent 13.4.2023 16:56
Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12.4.2023 17:39
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. Erlent 12.4.2023 10:37
Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:19
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. Erlent 8.4.2023 15:18
Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). Erlent 8.4.2023 10:06
Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Erlent 3.4.2023 23:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. Erlent 1.4.2023 08:00
Segja Rússa ætla að bjóða Norður-Kóreu mat fyrir vopn Rússar hyggjast gera út sendinefnd til Norður-Kóreu, sem mun bjóða þarlendum ráðamönnum mat fyrir vopn. Þetta sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. Erlent 31.3.2023 08:08
Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu. Erlent 30.3.2023 19:00
Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Erlent 30.3.2023 06:58
Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. Erlent 29.3.2023 13:17
Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. Erlent 27.3.2023 15:36
104 ára bresk stríðshetja á 63 ára gamla kærustu á Íslandi Konunglega breska hersveitin, sem eru samtök breskra uppgjafarhermanna hafa sent ákall til bresku þjóðarinnar þar sem almenningur er hvattur til að senda fyrrum hermanninum Ernest Horswall kveðju á 105 ára afmælisdaginn þann 21. apríl næstkomandi, en Ernest á enga ættingja á lífi. Fjölmargir breskir miðlar hafa birt fréttir um málið en þar kemur meðal annars fram að hinn 104 ára gamli ofurhugi eigi kærustu á Íslandi. Ernest hefur heimsótt Ísland reglulega síðan árið 1991 og á marga vini hér á landi. Lífið 25.3.2023 13:00
Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. Erlent 24.3.2023 14:35
Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Erlent 24.3.2023 10:07
Rússar geti farið heim með skriðdrekana sína óttist þeir um þá John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að ef Rússar óttist um skriðdreka sína í Úkraínu, sé einfalt fyrir þá að keyra skriðdrekana aftur til Rússlands. Ráðamenn í Rússlandi hafa kvartað yfir því að Bretar séu að senda Úkraínumönnum skot úr rýrðu úrani. Erlent 23.3.2023 16:03
Fá eldri skriðdreka en fá þá fyrr Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að flýta skriðdrekasendingum til Úkraínu. Í stað þess að senda nýja M1A2 Abrams skriðdreka, sem mun taka allt að tvö ár, stendur til að gera upp og senda eldri týpur. Erlent 21.3.2023 17:09
Íslenskir sprengjusérfræðingar þjálfa úkraínska hermenn Íslenskir sérfræðingar á sviði sprengjuleitar og sprengjueyðingar frá Landhelgisgæslu Íslands eru um þessar mundir að þjálfa úkraínska hermenn í Litáen. Það er liður í samstarfsverkefni Norðurlandanna og Litáen en litáískir, norskir, sænskir og íslenskir sprengjusérfræðingar koma að þjálfuninni. Innlent 21.3.2023 12:01
Spilling og óöryggi plaga Írak 20 árum eftir innrás hinna „viljugu“ Í dag eru 20 ár liðin frá því að 295 þúsund hermenn Bandaríkjanna og „bandalags viljugra“ réðust inn í Írak. Um það bil 200 þúsund almennir borgarar létust, 45 þúsund íraskir her- og lögreglumenn og fleiri en átta þúsund Bandaríkjamenn; hermenn og verktakar. Erlent 20.3.2023 12:31
Æfðu kjarnorkuárás á Suður-Kóreu Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins. Erlent 20.3.2023 09:04
Enn einni eldflauginni skotið frá Norður-Kóreu Enn einni eldflauginni var skotið frá Norður-Kóreu í morgun. Að þessu sinni var um að ræða skammdræga eldflaug og var henni skotið til austurs, á haf út frá Kóreuskaganum. Erlent 19.3.2023 10:07
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Erlent 17.3.2023 15:23
Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð. Erlent 17.3.2023 14:29