Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Ekkert lát er á auknum verð­tryggðum í­búða­lánum hjá líf­eyris­sjóðum

Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020.

Innherji
Fréttamynd

„Ekki miklar líkur“ á að van­skil heimila aukist veru­lega, ekki verið lægri frá 2008

Vegnir meðalvextir óverðtryggðra lána með breytilega vexti, sem á við um meira en fjórðung allra fasteignalána neytenda, voru komnir upp í átta prósent undir lok síðasta árs en fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur samt „ekki miklar líkur“ á að vanskil muni aukast verulega. Heimilin eigi að geta endurfjármagnað íbúðalán til að létta greiðslubyrði ef þess gerist þörf. Þá segir nefndin að lífeyrissjóðirnir stefni að því að auka hlutfall erlendra fjárfestinga um 3,5 prósentu af heildareignum sínum á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Viðbúið að heimilin muni færa sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán

Verðtryggð lán njóta aukinna vinsælda um þessar mundir að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vextir á verðtryggðum lánum séu hagkvæmari og það hafi ekki sést í nokkur ár en fæstir geti fjármagnað íbúðakaup með óverðtryggðu láni. Viðbúið sé að heimili muni í auknum mæli færa sig yfir í verðtryggð lán, sem Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í vasa hvers?

Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna.

Umræðan
Fréttamynd

Nú hægt að fylgjast með í­búða­upp­byggingu í raun­tíma

Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála.

Innlent
Fréttamynd

Fjárplógsstarfsemi leigusala eða rekstrarleg nauðsyn?

Þriðjungshækkun á mánaðarlegri leigu óvinnufærs einstaklings sem býr í einni íbúða Ölmu leigufélags var stærsti atburður liðinnar viku – það minnsta með tilliti til hversu mikið pláss hann fékk í fréttum. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn Ölmu frá sér hefðbundinn heimastíl um endurskoðun verkferla og annað í þeim dúr. Að öðru leyti náðu fjölmiðlar ekki tali af forsvarsmönnum eða eigendum Ölmu.

Klinkið
Fréttamynd

Minnkandi seljan­leiki og of­metin í­búða­þörf

Nú virðist markaðurinn vera endanlega orðinn vinalaus. Stýrivextir hafa hækkað um 5,25 prósentustig, lánþegaskilyrði hafa verið hert, áhugi á íbúðum hefur dregist saman um 72% og nú liggur fyrir að fólksfjölgun sem hefur verið megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana undanfarin ár er verulega ofmetin.

Umræðan
Fréttamynd

Einnar lóðar forysta Einars

Enn og aftur hefur kastast í kekki milli Samtaka iðnaðarins og Reykjavíkurborgar vegna húsnæðisuppbyggingar (eða skorti á henni) í höfuðborginni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28.nóvember og gagnrýndi þar borgina fyrir lóðaskort. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni mætti ekki þörf og að skipulagsferlið tæki of langan tíma.

Klinkið
Fréttamynd

Viltu spara milljón?

Seinustu misseri hef ég vakið athygli á sjálftöku fasteignasala og spáð fyrir um breytingar á fasteignamarkaðnum. Nú get ég hins vegar fullyrt að þær breytingar eru komnar og að dagar sjálftöku við fasteignasölu séu því liðnir, rétt eins og þeim sem fylgjast með fjölmiðlum er kunnugt um.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán

Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.

Innherji
Fréttamynd

Þing­­lýstir kaup­­samningar fjöl­býlis­eigna ekki færri síðan í upphafi 2019

Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað lítillega við síðustu birtingu Þjóðskrár um fasteignaverð í október, eru fyrir hendi skýr merki um töluvert hægari gang á fasteignamarkaði. Í október síðastliðnum var alls 516 kaupsamningum um fjölbýli þinglýst hjá sýslumanni. Leita þarf aftur til janúarmánaðar 2019 til að finna færri kaupsamninga fjölbýliseigna í einum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Hver fast­eigna­aug­lýsing fær nú um­tals­vert færri smelli

Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán.

Innherji
Fréttamynd

Íbúðaframboð í örum vexti

Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir.

Umræðan
Fréttamynd

Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB

Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“

Innlent