
Lengjudeild kvenna

Víkingur með fimm stiga forskot eftir sigur í toppslag
Víkingur er kominn með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeildar kvenna eftir sigur á HK í toppslag í kvöld.

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum
Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Þrenna frá Colbert gegn toppliðinu | Fram náði í mikilvæg stig
Jada Colbert skoraði þrjú mörk fyrir Grindavík sem gerði 3-3 jafntefli við topplið Víkings í Lengjudeild kvenna í kvöld. Þá náði Fram í mikilvæg stig í botnbaráttunni.

Fjölnir á toppinn eftir sigur í Grindavík | Auðvelt hjá Fylki í Árbænum
Grindvíkingar töpuðu þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í kvöld þegar Fjölnismenn komu í heimsókn á Stakkavíkurvöllinn. Með sigri hefði Grindavík jafnað Fjölni að stigum í 2. sæti.

Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur.

Markasúpa í Lengjudeild kvenna | Grindavík skoraði fimm gegn toppliðinu
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld og bar þar hæst að Grindvíkingar unnu stórsigur á toppliði HK, 5-3.

Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum
Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins.

Dramatískar lokamínútur er Víkingur tyllti sér aftur á toppinn
Dramatískt sigurmark undir lok leiks sá til þess að Víkingur Reykjavík endurheimti toppsætið í Lengjudeild kvenna í leik gegn Fylki í dag. Leikið var á Wurth-vellinum í Árbænum.

HK tók mikilvæg stig gegn Fylki
HK vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Fylki í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í Kórnum í kvöld.

Fram færði hinni efnilegu Henríettu gjöf eftir að hún fótbrotnaði
Henríetta Ágústsdóttir varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik Fram og HK í knattspyrnu fyrir rúmlega tveimur vikum síðar. Frammarar ákváðu að færa henni gjöf í endurhæfingunni.

Dómarinn stöðvaði leik til að minnast Þuríðar Örnu
Leikur Fylkis og Aftureldingar í Lengjudeild kvenna í fótbolta í gærkvöld var stöðvaður í fyrri hálfleik á meðan að viðstaddir minntust dyggs stuðningsmanns Fylkisliðsins, Þuríðar Örnu Óskarsdóttur, sem lést í mars.

Selfoss vann sinn annan sigur í Lengjubikarnum
Selfoss vann 4-1 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna á Selfossi í kvöld.

Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu
Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara.

FH taplaust í gegnum Lengjudeildina
Tindastóll og FH, topplið Lengjudeildar kvenna í fótbolta gerðu 2-2 jafntefli i kvöld en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári.

Tindastóll upp í Bestu deildina
Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

HK tapaði og FH endurheimtir sæti í Bestu-deild kvenna
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld, en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að FH mun leika í Bestu-deildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir.

Tindastóll upp í annað sæti eftir endurkomusigur
Tindastóll lyfti sér upp í annað sæti Lengjudeildar kvenna er liðið vann 2-3 útisigur gegn sameinuðu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í dag.

Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík.

Markalaust í toppslag Lengjudeildarinnar
FH og HK, liðin í efstu tveim sætum Lengjudeildar kvenna, gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í toppslag deildarinnar í kvöld.

Tindastóll andar ofan í hálsmál HK
Tindastóll og Víkingur mættust í miklum markaleik í Lengjudeild kvenna í fótbolta á Sauðárkróki í kvöld.

FH styrkti stöðu sína á toppnum
FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-0 heimasigur gegn Augnabliki.

HK stefnir upp í Bestu á meðan Haukar og Fjölnir eru í vondum málum
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. HK vann 4-1 sigur á Haukum og Grindavík vann 2-0 sigur á Fjölni.

Þriðji sigur Þórsara í röð
Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Vestra í síðasta leik 15. umferð í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Austankonur lögðu þá Grindavík í Lengjudeild kvenna.

HK og Fylkir skrefi nær Bestu deildinni | Sjáðu ótrúlegt mark Emils
Fjórir leikir voru á dagskrá í 15. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í kvöld og þrír leikir í Lengjudeild kvenna. HK er í góðri stöðu til að fara upp í báðum.

FH styrkir stöðu sína á topp Lengjudeildar
FH-ingar unnu sigur á sameinuðu liði austurlands, Fjarðab/Höttur/Leiknir, í lokaleik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, 2-1. Fyrr í kvöld vann Augnablik 3-0 sigur á Fjölni á meðan Fylkir og Haukar gerðu 2-2 jafntefli.

Jafnt í toppslagnum í Kórnum
HK og Tindastóll skildu jöfn með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í mikilvægum leik í baráttu liðanna um að komast upp úr Lengjudeild kvenna í fótbolta í Kórnum í kvöld.

FH hélt toppsætinu með stórsigri í Víkinni
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

FH fór ansi illa með nágranna sína
FH burstaði Hauka 6-0 í nágrannaslag liðanna í níundu umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld.

HK á toppinn eftir öruggan sigur fyrir austan
HK-ingar komu sér á toppinn í Lengjudeild kvenna með öruggum 1-4 sigri gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í dag.

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti
Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.