Handbolti

Fréttamynd

Enn einn sigurinn hjá læri­sveinum Guð­jóns Vals

Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann enn einn leikinn í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að liðið vinni sér ekki inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

„Sagði strax já og var klár í ævintýri“

„Það var þokkalega rólegt að gera í vinnunni þannig að ég gat hoppað út,“ segir píparinn Orri Freyr Gíslason sem allt í einu er orðinn handboltamaður á nýjan leik, og það í baráttunni um svissneska meistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Hérna vill maður vera

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn þjálfar stúlknalandslið Færeyja

Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa hjá færeyska handknattleikssambandinu. Hann mun stýra stúlknalandsliði Færeyja sem skipað er leikmönnum fæddum 2006-2007.

Handbolti
Fréttamynd

Ein stór kvennadeild næsta vetur?

HK hefur lagt til að á næstu handboltaleiktíð verði leikið í einni, stórri úrvalsdeild í meistaraflokki kvenna en að þeirri deild verði skipt upp í tvo hluta um áramót.

Handbolti
Fréttamynd

Danir opnir fyrir því að hýsa landsleiki Íslands

Forráðamenn Handknattleikssamband Íslands hafa enn sem komið er ekki rætt formlega við kollega sína í öðrum löndum um möguleikann á að hýsa hjá þeim leiki íslenskra landsliða vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Formaður danska sambandsins tekur þó vel í að hjálpa Íslendingum.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi markahæstur í sigri | Viktor og félagar í erfiðri stöðu

Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins er Magdeburg vann góðan þriggja marka útisigur gegn HBC Nantes í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Á sama tíma þurftu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG að sætta sig við fimm marka tap.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Ála­borg

Aron Pálmarsson og liðsfélagar í Álaborg unnu stórsigur á Fredericia í meistaraumspili danska handboltans í dag, lokatölur 36-26.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka

Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. 

Handbolti