Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Sáru töpin sitja í okkur“

„Það er fínn andi í okkur. Við vissum að við ættum að vinna fyrstu tvo leikina á pappír og við gerðum það vel. Nú er bara fyrsti leikur í milliriðli gegn Ungverjum,“ segir Viggó Kristjánsson fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er mjög slæm minning“

„Það er góð stemning en það er stutt á milli í þessu. Það er bara einn tapleikur og þá er allt orðið hundleiðinlegt,“ segir Bjarki Már Elísson en hann viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur á að mæta Ungverjum.

Handbolti
Fréttamynd

„Það trompast allt þarna“

„Ég er bara ferskur og mjög glaður með góða byrjun,“ segir Ýmir Örn Gíslason sem átti frábæran leik í vörn Íslands í sigri liðsins á Póllandi á EM í handbolta í Kristianstad í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingar sitja fastir í Sví­þjóð

Fjölmargir Íslendingar áttu og eiga bókaða heimferð frá Kristianstad í dag eftir helgardvöl yfir fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu. Misvel gekk hjá þeim að ná flugi vegna vandræða á lestarsamgöngum.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingar ættu frekar að vera hræddir

Leikmenn ungverska landsliðsins eru núna komnir með hugann við stórleikinn við Ísland í Kristianstad annað kvöld, þar sem segja má að baráttan um sæti í undanúrslitum EM í handbolta hefjist formlega.

Handbolti
Fréttamynd

„Elvar og Ýmir voru rosa­legir“

Varnarleikur Íslands hefur verið magnaður í fyrstu tveimur leikjunum á EM í handbolta og liðið ekki saknað þar Arons Pálmarssonar eins mikið og óttast var. Þetta sögðu sérfræðingarnir í Besta sætinu, hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: Haukur í horni

Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð.

Handbolti
Fréttamynd

„Er í góðu standi og klár í hvað sem er“

„Það tók smá tíma að hrista þá af okkur og við vorum kannski að fara smá illa með boltann og dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Haukur Þrastarson eftir sigur Íslands gegn Pólverjum á EM í handbolta í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Stærsta stund strákanna okkar

Strákarnir okkar standa í ströngu á EM karla í handbolta þessa dagana. Stærsta stund liðsins hingað til er án vafa þegar liðið vann Ólympíusilfrið í Peking 2008, enda ein minnisverðustu tíðindi í sögu íslenska lýðveldisins, svo notuð séu orð Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta.

Handbolti
Fréttamynd

Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“

„Það var algjör gæsahúð að fá að upplifa þetta. Þjóðsöngurinn og þessi stemning og orka frá stúkunni sem maður fékk. Þetta var einstakt og ég er klár í meira,“ segir Andri Már Rúnarsson sem þreytti frumraun sína á EM í sigri Íslands á Ítalíu í fyrradag. Hann er klár í meira gegn Pólverjum í dag.

Handbolti