Varnargarðar á Reykjanesskaga

Fréttamynd

Vaktin: Lítil virkni í einu gos­opi

Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Sorg­legt, sláandi og hræði­legt

Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. 

Innlent
Fréttamynd

Vill eld­gosa­varnir við Hafnar­fjörð

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 

Innlent
Fréttamynd

Kapp­hlaup við tímann og náttúruna

Undirbúningur fyrir varnargarða fyrir utan Grindavík er hafinn. Unnið verður allan sólarhringinn á svæðinu næstu vikur en verkstjóri segir starfsmenn vera í kapphlaupi við náttúruna og tímann.

Innlent
Fréttamynd

Senni­lega spurning um tíma frekar en hvort

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“

Innlent
Fréttamynd

Gist á 23 heimilum

Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Svona mun varnargarðurinn við Grinda­vík líta út

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Fannar þakkar fyrir skjót við­brögð

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Allar hug­myndir voru góðar hug­myndir

Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað.

Skoðun
Fréttamynd

Smáaurar í öllu sam­hengi

Kostnaður við uppbyggingu varnargarða norðan við Grindavíkurbæ er smáaurar miðað við þau verðmæti sem garðarnir verja að sögn bæjarstjóra Grindavíkur. Það sé mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ráðist verði í uppbyggingu garðanna sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar gisti ekki meðan hraunið flæði

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­lát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðar­ljósi

Katrín Jakobsdóttir foræstisráðherra segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu hafa rætt eldgosið á Reykjanesskaga á reglubundnum fundi sínum í ráðherrabústaðnum í morgun. Hún sé þess þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð í hávegum og enginn hafi verið í Grindavík þegar eldgos hófst.

Innlent
Fréttamynd

Há­al­var­­legt en léttir á sama tíma

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar.

Innlent