
Kamala Harris

„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“
Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag.

Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli
„Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin.

Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt
Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta.

Harris og Walz veita loks viðtal
Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst.

Kamala formlega komin í forsetaframboð
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi flokksins í komandi kosningum vestanhafs.

„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða
Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma.

Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris
Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi.

Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis
Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis.

Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden
Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris.

Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris?
Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg.

Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta útnefninguna
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna verður forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember að öllu óbreyttu en hún virðist hafa tryggt sér stuðning yfir 1.976 kjörmanna, sem er sá fjöldi sem þarf til að tryggja sér útnefninguna.

Þekkir Kamölu Harris: „Ég held að hún eigi eftir að rassskella hann nokkrum sinnum“
Margrét Hrafnsdóttir, mikil áhugakona um bandarísk stjórnmál, þekkir Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og líklegt forsetaefni Demókrataflokksins. Hún hefur mikla trú á sinni konu í baráttunni við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana.

„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“
Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik.

Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum
„Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“

„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“
Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni.

Joe Biden dregur framboð sitt til baka
Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga.

Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio
Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað.