Bandaríkin

Fréttamynd

Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar

Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans.

Erlent
Fréttamynd

Hver er þessi Kamala?

Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum.

Erlent
Fréttamynd

Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin

Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis.

Erlent
Fréttamynd

Miðbæ Chicago lokað vegna óláta

Aðgangur að miðborg Chicago-borgar verður heftur í nótt eftir óeirðir og eyðileggingu í kjölfar þess að lögregla skaut grunaðan mann í borginni á sunnudagskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í Baltimore

Sprenging í norðvesturhluta bandarísku borgarinnar Baltimore í Bandaríkjunum jafnaði þrjú hús við jörðu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum

Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“

Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir.

Erlent