Bandaríkin

Fréttamynd

Trump segist ætla að banna Tiktok

Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis

Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Herman Cain dáinn vegna Covid-19

Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.

Erlent
Fréttamynd

Trump ýjar að því að kosningum verði frestað

Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja

Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alríkislögreglumenn munu yfirgefa Portland

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga til baka hluta af liði alríkislögreglunnar sem sent hafði verið til borgarinnar Portland í Oregon. þar sem að mótmælt hefur verið daglega frá því í maí.

Erlent
Fréttamynd

Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn

Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine

Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar.

Erlent
Fréttamynd

Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir þingnefnd í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

„Ábyrgðin alfarið Bandaríkjamanna“

Bandaríkjamenn yfirgáfu í morgun ræðisskrifstofu sína í kínversku borginni Chengdu. Kínversk stjórnvöld skipuðu Bandaríkjunum að loka skrifstofunni eftir að Bandaríkjamenn létu loka ræðisskrifstofu Kínverja í Houston.

Erlent
Fréttamynd

Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS

Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims.

Innlent