Lögreglumál

Fréttamynd

Af­vopnaður með hníf í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afvopnaði mann, sem var ógnandi og vopnaður hnífi, í miðborginni í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem fjallað er um helstu verkefni embættisins í dag. Ekki kemur fram hvort maðurinn hafi verið handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Breið­holti

Tilkynnt var um vopnað rán í verslun í hverfi 109 í morgun. Ræninginn tæmdi peningaskáp sem innihélt uppgjör gærdagsins. Málið er í skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Leita tveggja vegna hnífaárásar

Lögregla hefur frá því í gær leitað tveggja manna vegna hnífaárásar sem átti sér stað á Barónsstíg í Reykjavík í gærmorgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við Vísi og tekur fram að þeirra sé enn leitað.

Innlent
Fréttamynd

Grímur viðurkennir mistök lögreglu

Yf­ir­lög­regluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varan­legan skaða

Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Innlent
Fréttamynd

Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrra­­dag

Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji

Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra.

Innlent
Fréttamynd

Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Margir ó­við­ræðu­hæfir

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði ölvaðan öku­mann í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík í gær­kvöldi. Öku­maðurinn reyndi að villa um fyrir lög­reglu með því að skipta um sæti.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.

Innlent
Fréttamynd

Sann­færð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur

Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný.

Innlent
Fréttamynd

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent