Orkumál

Fréttamynd

Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar vonast eftir hlut­deild í olíu­vinnslu

Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skerðingar eru eðli­legur hluti af rekstri raf­orku­kerfisins

Íslenski raforkumarkaðurinn er einangrað vatnsorkukerfi án tiltæks varaafls til orkuframleiðslu og nær eina slíka vatnsorkukerfið í heiminum. Þessi staðreynd hefur mikil áhrif á hvernig þarf að stýra rekstri kerfisins. Talsverður hluti orkuvinnslunnar er unninn úr jarðvarma, en vatnsorkuþátturinn er ráðandi.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum sam­mála – að mestu

Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni.

Skoðun
Fréttamynd

Rafmagnsleysið mjög ó­venju­legt

Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt.

Innlent
Fréttamynd

Orkumálaáróður ráð­herra

Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna.

Skoðun
Fréttamynd

Búrfellslundur – fyrir hvern?

Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á!

Skoðun
Fréttamynd

Orku­skortur og náttúru­legur breyti­leiki

Kallast það orkuskortur þegar lygnir í Danmörku? Er það orkuskortur þegar sólarsellur Kaliforníu hætta framleiðslu að kvöldi? Nei, og það telst ekki endilega orkuskortur þótt lónstaða við virkjanir Landsvirkjunar sé í lakara lagi.

Skoðun
Fréttamynd

„Við rekum at­vinnu­greinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Flýttu mark­miði um að hætta olíu­notkun eftir „rangar upp­lýsingar“ Orku­stofnunar

Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna.

Innherji
Fréttamynd

Raf­magn komið á Grinda­vík um loft­línu í kvöld

Búið er að koma rafmagni til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og olli því að stofnstrengir Grindavíkur skemmdust. Rafmagn var komið á línuna klukkan átta í kvöld og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets.

Innlent
Fréttamynd

Enn tapast tæki­færin

Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“.

Skoðun
Fréttamynd

Met slegið í raf­orku­notkun á höfuð­borgar­svæðinu

Mesta rafmagnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi mældist í vikunni en fyrra met hafði staðið frá 2008. Aukin orkunotkun skýrist af orkuskiptum, fólksfjölgun og ferðamannastraumi. Reikna megi með tvöföldun í raforkudreifingu á næstu 20 til 30 árum.

Innlent
Fréttamynd

Stöndum vörð um orku­öryggi

Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til.

Skoðun
Fréttamynd

Hella sér yfir Lands­virkjun vegna út­boðs á vindmyllum

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­leg veg­ferð orku­mála

Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða.

Skoðun