Við erum öll á raforkumarkaði Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. september 2024 10:00 Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar