Við erum öll á raforkumarkaði Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. september 2024 10:00 Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar