Samgöngur

Fréttamynd

Fólk fresti för um sólar­hring í það minnsta

Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa látið Vega­gerðina vita af bik­blæðingunum strax á sunnu­dag

Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust.

Innlent
Fréttamynd

Rotturnar í Reykjavík

Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggvagata opnuð á ný

Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfill og BSR missa öll einka­stæðin sín

Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs

Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum

Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu

Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Flughálka víða um land

Það er flughált víða á vegum landsins. Þannig er til að mynda flughálka á austasta kafla Þverárfjalls og á milli Hofsós og Ketilsás á Norðurlandi en þar er einnig mjög hvasst. Í landshlutanum er hálka eða hálkublettir á vegum.

Innlent
Fréttamynd

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Innlent
Fréttamynd

Greið og örugg braut loksins komin í gegnum Hafnarfjörð

Langþráð samgöngubót varð að veruleika í dag þegar 3,2 kílómetra kafli Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, breikkaði úr tveimur akreinum í fjórar. Jafnframt voru akstursstefnur aðskildar með umferðareyju og vegriðum á milli.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­hags­leg arð­semi Borgar­línu

Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Svif­ryksmengun nærri tvö­falt yfir mörkum í borginni í gær

Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði

Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar

Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst.

Innlent
Fréttamynd

Skiptir þverun Grunnafjarðar máli?

Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða.

Skoðun