Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:00 Amelíu Rose hefur ítrekað verið snúið í land og farþegar taldir upp úr henni. Sea Trips Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór. Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
„Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór.
Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira