Efnahagsmál

Fréttamynd

Of lítil fram­leiðni er stjórnunarvandi

Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni?

Skoðun
Fréttamynd

Ferð­a­þjón­ust­an vill „hóf­leg­an vöxt“ þrátt fyr­ir metn­að­ar­full vaxt­ar­plön Icel­and­a­ir

Ferðaþjónusta hérlendis vill hóflegan vöxt eins og tíðkast hefur alþjóðlega, þar sem hann hefur verið á bilinu tvo til þrjú prósent á ári, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurður um hvort horft sé til þess ferðamönnum muni fjölga hratt hérlendis gangi hressileg stækkunaráform flugfélagsins Icelandair eftir.

Innherji
Fréttamynd

Gjaldskrárhækkanir í ó­þökk allra

Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar vinna einna minnst en þéna mest

Íslendingar vinna einna minnst en þéna mest á mánuði, talsvert meira borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, samkvæmt gögnum frá OECD. „Við getum varðveitt þessa stöðu svo lengi sem verðmætasköpun stendur undir henni,“ segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Innherji
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnina skila auðu í bar­áttunni við verð­bólguna

Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Niður­fellingar skulda og vaxta séu í skoðun

Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn þarf nú að lækka stýrivexti

Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir.

Skoðun
Fréttamynd

Allt grænt í Kaup­höllinni

Hlutabréf allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni nema tveggja hækkuðu í verði í dag. Þrjú þeirra hækkuðu um meira en sex prósent og hlutabréf Icelandair hækkuðu mest, eða um 6,45 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skatt­greið­enda

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda.

Innlent
Fréttamynd

Novo Nordisk orðið verð­mætasta fyrir­tæki Evrópu

Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Á­hyggj­ur var­a­seðl­a­bank­a­stjór­a eru ó­þarf­ar ef út­gjald­a­regl­u verð­ur kom­ið á“

Áhyggjur varaseðlabankastjóra um að mikil aukning tekna ríkissjóðs umfram áætlanir fari sjálfkrafa í meiri útgjöld, sem hún vill leysa með sérstakri tekjureglu, eru „óþarfar“ ef þess í stað verður tekin upp útgjaldaregla í lögum um opinber fjármál, að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir hafa sýnt að frumástæða hallarekstrar ríkissjóða sé framúrkeyrsla á útgjaldahlið en ekki skortur á tekjum.

Innherji
Fréttamynd

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun launa­kostnaðar ein helsta á­hættan fyrir ytri stöðu þjóðar­búsins

Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Laun ó­fag­lærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferða­manna

Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl.

Innherji
Fréttamynd

Enn og aftur ræðum við fá­tækt

Í dag 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Það hefur gengið illa að uppræta fátækt á Íslandi þó fátækt sé alvarlegt samfélagslegt mein sem bitnar því miður hvað mest á börnum. Árið 2021 (Hagstofan) átti rúmlega 51% einstæðra foreldra erfitt með að láta enda ná saman og víst er að staðan er mun verri núna og versnar hratt í því umhverfi sem vaxtahækkanir valda, minnkandi kaupmáttur, hækkun útgjalda og húsnæðiskostnaðar svo dæmi séu nefnd.

Skoðun