„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“ Kristófer Már Maronsson skrifar 11. september 2024 20:02 Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. En að máli málanna, mikið er gott að Ragnar Þór skuli hafa svarað, þó ekki nema á facebook-síðu sinni. Það er alltaf gott þegar hægt er að taka umræðuna. Í grein minni vísaði ég í gögn frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og hélt sérstaklega tvennu fram: Í rannsókn AGS þar sem 100 verðbólguskot eru skoðuð kemur fram að jákvæðir raunvextir virki í baráttunni gegn verðbólgu og að lönd sem búa við minni nafnlaunahækkanir vinni á verðbólgu. Til lengri tíma þekkjast ekki þau lönd í OECD sem hafa háar launahækkanir og litla verðbólgu eða lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Ragnar svarar og segir m.a.: „Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði.“ Það er ekki vísað í nein gögn þessu til stuðnings en hér má sjá gögn frá Eurostat um hækkun launa á milli ára í smásölu og heildverslun. Við trónum á toppnum. Hækkun launa milli ára. Ragnar nefnir líka Þýskaland sem er í grafinu og segir: „Í þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja.“ Ekki vísun í nein gögn. Þetta eru þá væntanlega launahækkanir sem eiga eftir að skila sér. Verðbólgan kemur svo sem ekki í ljós fyrirfram. Það væri hægt að skrifa hér langa fræðigrein um verðbólgu og helstu orsakir hennar, en ég læt það vera í bili. Ég nefndi hins vegar eina af orsökunum sem ég tel augljóst að við gætum haft betri stjórn á, of háar launahækkanir. Háar launahækkanir skila ekki endilega alltaf mestu kjarabótinni, enda skiptir mestu máli að kaupmáttur hækki. Bullið sem ekki var svaravert Í greininni nefndi ég fleira, þar á meðal hugmyndir Ragnars og Ásthildar um að reka Seðlabankastjóra og ráða nýjan sem myndi lækka vexti. Þetta hefur Erdogan gert í Tyrklandi og ég skrifaði: „Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir.“ Það er ekkert að því að gagnrýna málefnalega það sem maður er ósáttur við en mér þykir þessi málflutningur þeirra um brottrekstur Seðlabankastjóra ekki málefnalegur. Sérstaklega með vísan til fordæmisins í Tyrklandi, en tölurnar sem ég vitna í eiga uppruna sinn hjá Hagstofu Tyrklands. Þá hélt ég því einnig fram að verkalýðshreyfingin spilaði á gráu svæði varðandi kröfu sína um aðkomu ríkisins að kjarasamningum, sem eiga að vera samningar á milli aðila vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ brást til að mynda ókvæða við þegar að frumvarpi um húsaleigulög var breytt áður en það varð að lögum og taldi að þeim hefði verið lofað að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið. Það er vert að minna á þrískiptingu ríkisvaldsins: Löggjafarvaldið (Alþingi og forseti) Framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn og forseti) Dómsvaldið (Dómstólar) Ekkert þessara getur bundið hendur hinna. Ég ætla nú ekki að krefja Ragnar Þór um að svara fyrir Finnbjörn, en mér þykir framganga verkalýðshreyfingarinnar stundum ganga full langt þegar kemur að kjarasamningum. Ég vonast eftir því að við Ragnar getum áfram skrifast á og það væri nú gott ef það væri hægt að vísa í gögn í svörunum. Það er að mínu mati brýnt að svara þegar fólk bullar, með gögnum. Fólk verður að geta tekist á um málin og krufið þau, á málefnalegan hátt. Hlutir sem eru sagðir nægilega oft verða á endanum að sannleika í huga fólks. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Efnahagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Greinin hefur kannski helst vakið athygli fyrir galla í reiknivél TR, sem ég endurbirti eftir að hafa skoðað frekari gögn á vefsíðu TR. Það var leitt, að þessi mistök skyldu rata þar inn hjá mér og ég hef birt grein sem tekur á því. En að máli málanna, mikið er gott að Ragnar Þór skuli hafa svarað, þó ekki nema á facebook-síðu sinni. Það er alltaf gott þegar hægt er að taka umræðuna. Í grein minni vísaði ég í gögn frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og hélt sérstaklega tvennu fram: Í rannsókn AGS þar sem 100 verðbólguskot eru skoðuð kemur fram að jákvæðir raunvextir virki í baráttunni gegn verðbólgu og að lönd sem búa við minni nafnlaunahækkanir vinni á verðbólgu. Til lengri tíma þekkjast ekki þau lönd í OECD sem hafa háar launahækkanir og litla verðbólgu eða lönd með lágar launahækkanir og mikla verðbólgu. Ragnar svarar og segir m.a.: „Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði.“ Það er ekki vísað í nein gögn þessu til stuðnings en hér má sjá gögn frá Eurostat um hækkun launa á milli ára í smásölu og heildverslun. Við trónum á toppnum. Hækkun launa milli ára. Ragnar nefnir líka Þýskaland sem er í grafinu og segir: „Í þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja.“ Ekki vísun í nein gögn. Þetta eru þá væntanlega launahækkanir sem eiga eftir að skila sér. Verðbólgan kemur svo sem ekki í ljós fyrirfram. Það væri hægt að skrifa hér langa fræðigrein um verðbólgu og helstu orsakir hennar, en ég læt það vera í bili. Ég nefndi hins vegar eina af orsökunum sem ég tel augljóst að við gætum haft betri stjórn á, of háar launahækkanir. Háar launahækkanir skila ekki endilega alltaf mestu kjarabótinni, enda skiptir mestu máli að kaupmáttur hækki. Bullið sem ekki var svaravert Í greininni nefndi ég fleira, þar á meðal hugmyndir Ragnars og Ásthildar um að reka Seðlabankastjóra og ráða nýjan sem myndi lækka vexti. Þetta hefur Erdogan gert í Tyrklandi og ég skrifaði: „Vert er að benda á að verðbólga í Tyrklandi er nýlega farin niður í 52% (fimmtíu-og-tvö prósent), en var 75% (sjötíu-og-fimm prósent) í maí sl. Þar hefur Erdogan viðhaft svipaðan málflutning, að háir vextir valdi verðbólgu og hann hefur beitt sér fyrir því að vextir séu ekki hækkaðir.“ Það er ekkert að því að gagnrýna málefnalega það sem maður er ósáttur við en mér þykir þessi málflutningur þeirra um brottrekstur Seðlabankastjóra ekki málefnalegur. Sérstaklega með vísan til fordæmisins í Tyrklandi, en tölurnar sem ég vitna í eiga uppruna sinn hjá Hagstofu Tyrklands. Þá hélt ég því einnig fram að verkalýðshreyfingin spilaði á gráu svæði varðandi kröfu sína um aðkomu ríkisins að kjarasamningum, sem eiga að vera samningar á milli aðila vinnumarkaðarins. Forseti ASÍ brást til að mynda ókvæða við þegar að frumvarpi um húsaleigulög var breytt áður en það varð að lögum og taldi að þeim hefði verið lofað að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið. Það er vert að minna á þrískiptingu ríkisvaldsins: Löggjafarvaldið (Alþingi og forseti) Framkvæmdavaldið (Ríkisstjórn og forseti) Dómsvaldið (Dómstólar) Ekkert þessara getur bundið hendur hinna. Ég ætla nú ekki að krefja Ragnar Þór um að svara fyrir Finnbjörn, en mér þykir framganga verkalýðshreyfingarinnar stundum ganga full langt þegar kemur að kjarasamningum. Ég vonast eftir því að við Ragnar getum áfram skrifast á og það væri nú gott ef það væri hægt að vísa í gögn í svörunum. Það er að mínu mati brýnt að svara þegar fólk bullar, með gögnum. Fólk verður að geta tekist á um málin og krufið þau, á málefnalegan hátt. Hlutir sem eru sagðir nægilega oft verða á endanum að sannleika í huga fólks. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun