Bólusetningar

Fréttamynd

Biden styður að fella niður einkaleyfi á bóluefnum

Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að styðja viðleitni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að fella niður einkaleyfi á bóluefnum gegn Covid-19. Markmiðið er að gera öðrum ríkjum kleift að framleiða meira af bóluefnum og hraða bólusetningum á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar

Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca

Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri

Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Fjórðungur þjóðarinnar hálfbólusettur

Fjórðungur Íslendinga 16 ára og eldri hefur fengið einn skammt af bóluefni gegn Covid-19 en 12,3 prósent hafa verið fullbólusettir. Um 2,1 prósent hafa fengið Covid-19 og/eða er með mótefni fyrir SARS-CoV-2.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn í þann mund að leyfa bólusetningar á börnum

Gera má ráð fyrir að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veiti leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech fyrir börn á aldrinum 12-15 ára í þessari viku eða næstu. New York Times hefur þetta eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Erlent
Fréttamynd

10.000 boðaðir aukalega í vikunni

10.000 fleiri verða bólusettir með AstraZeneca þessa vikuna en til stóð. Leik- og grunnskólakennarar verða bólusettir með Jansen og nú er fólk boðað í bólusetningu út frá lyfjasögu.

Innlent
Fréttamynd

Kín­verjar fram­leiða bólu­efni fyrir Rúss­land

Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu.

Erlent