Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 08:35 Mánagarður er að finna við Eggertsgötu í Reykjavík, en skólinn er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Reykjavíkurborg „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira