Hlaup

Fréttamynd

„Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“

„Ég er sextán ára þegar allt fer algjörlega á flug. Mér leið eins og ég væri tilbúinn því ég var búinn að vera svo lengi að undirbúa þetta,“ segir sjarmatröllið, rapparinn og nú íþróttamaðurinn Aron Can. Það eru liðin níu ár frá því að ungur og efnilegur rappari skaust upp á stjörnuhimininn og líf hans átti eftir að gjörbreytast.

Lífið
Fréttamynd

Telur að 511 kíló­metra hlaupið styrki hlauparann

Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. 

Lífið
Fréttamynd

Sigur­vegarinn Þor­steinn: „Það má ekki á Ís­landi“

„Mér líður bara mjög vel núna. Ég er búinn að fara í sturtu og drekka einhverja sex lítra af vökva, eftir það er ég góður,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, eftir glimrandi frammistöðu í dag. Hann varði titil sinn frá því í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum

Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli í hálfleik í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM. Eftir leik kom í ljós að hún hætti keppni vegna niðurgangs. Glódís Perla er þó alls ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem lendir í slíkum vandræðum í miðjum leik.

Sport
Fréttamynd

Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu

Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni.

Sport
Fréttamynd

Stefán vann í stað Arnars

Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt.

Sport
Fréttamynd

Hálf­mara­þon í hamingjusprengju eftir fót­brot í fyrra

„Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Rás 1 sem lauk nýverið hálfmaraþoni í brúarhlaupi á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hlaupið var einstaklega eftirminnilegt fyrir Guðrúnu þar sem hún brotnaði illa fyrir rúmu ári síðan en hlaupin hafa verið hennar hugleiðsla í áraraðir. Blaðamaður ræddi við hana um undirbúninginn og þennan magnaða dag.

Lífið
Fréttamynd

Giftu sig í miðju hlaupi

Það er eitt að vera með hlaupabakertíuna en allt annað að vilja gifta sig í hlaupaskónum og á meðan þú hleypur hálfmaraþon.

Sport
Fréttamynd

Hlupu frá Dan­mörku til Sví­þjóðar

Um fjörutíu þúsund manns hlupu hálfmaraþon í dag frá Kaupmannahöfn yfir Eyrarsundsbrú til Malmö í brúarhlaupinu, broloppet, sem haldið var í tilefni 25 ára afmælis brúarinnar.

Erlent
Fréttamynd

„Strákar verða að sýna til­finningar“

Táningur sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Píeta samtakanna hvetur aðra stráka á sínum og aldri og raunar alla til að tala um tilfiningar sínar og leita sér hjálpar í auknum mæli. Alltof margir séu hræddir við að sýna tilfinningar.

Lífið
Fréttamynd

Búa sig undir marg­menni á Hengil Ultra

Utanvegahlaupið Hengill Ultra fer fram í fjórtánda sinn um helgina og hefjast leikar í dag. Skipuleggjendur búast við því að um fjögur þúsund manns muni leggja leið sína í Hveragerði þaðan sem fyrstu hlauparar leggja af stað í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta háhælahlaup Ís­lands­sögunnar

Hamingjuhlaupið verður haldið í fyrsta sinn á laugardaginn. Hlaupið fer fram í Elliðaárdalnum og verður stútfullt af skemmtilegum uppákomum og fjöri. Hlaupnir verða 7,8 km í karla-, kvenna- og kváraflokki en einnig er hægt að skrá sig í 3 km gleðiskokk. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lýsti á­standinu á Ingebrigtsen-heimilinu

Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman.

Sport