Guðjón: Þetta var klúður frá upphafi T'omas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2015 12:58 Ólafur Kristjánsson fékk Guðjón til Nordsjælland en þar gengu hlutirnir ekki upp fyrir framherjann. vísir/getty „Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
„Ég er bara mjög hress. Ég er hérna að pakka niður þar sem ég á flug klukkan hálf átta heim. Það er smá stress,“ segir Guðjón Baldvinsson, nýjasti leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, við Vísi.Eins og kom fram fyrr í dag keypti Stjarnan Guðjón af danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland, en Guðjón er uppalinn Stjörnumaður. „Ég skil konuna eftir hérna úti og hún pakkar búslóðinni saman. Við fótboltamennirnir sleppum alltaf við allt svona. Við þurfum alltaf að fara strax,“ segir Guðjón léttur, en hann er spenntur fyrir heimkomunni í Garðabæinn. „Þetta er alveg frábært. Það er búið að vera smá aðdragandi að þessu. Þetta hefur kitlað mann í svolítinn tíma. Nú er ég með tvö börn; annað tveggja ára og hitt sex ára og þeim eldri líður rosalega vel þegar hann er á Íslandi,“ segir Guðjón. „Stráknum hefur ekki liðið jafnvel úti þar sem hann er frá vinunum og sinni rútínu. Munurinn á honum í dag og í gær eftir að þetta kláraðist er ólýsanlegur sem gerir þetta fullkomið. Sjálfur er ég að nálgast þrítugt og farinn að skoða hvað ég fer að gera eftir fótboltann. Stjarnan var til í að hjálpa mér við það þannig þetta small allt saman.“Guðjón Baldvinsson skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland.vísir/gettyVar á leið til OB Guðjón fór frá KR til sænska liðsins Halmstad árið 2012 þar sem hann spilaði mjög vel. Hann var svo á leið í annað lið í dönsku úrvalsdeildinni áður en Ólafur Kristjánsson og forráðamenn Nordsjælland fengu hann til sín. „Þetta er búið að vera skrítið frá fyrstu mínútu,“ segir Guðjón um dvölina hjá Nordsjælland þar sem honum hefur ekki gengið vel. Hann gekk í raðir liðsins í janúar á þessu ári en gengið var frá kaupunum síðasta sumar. „Ég var með pennan við blaðið hjá OB í Óðinsvéum áður en Nordsjælland hringdi. Ég var þar bara að skrifa undir. Það var lið sem spilar fótbolta sem hentar mér.“ „Nordsjælland fær mig til að skipta um skoðun en svo byrjar þetta á að félagið kaupir mig ekki um leið eins og til stóð. Ég þurfti því að bíða í hálft ár í staðinn fyrir að koma hingað strax. Þetta var bara klúður frá upphafi,“ segir Guðjón. Framherjinn öflugi spilaði þrettán leiki fyrir Nordsjælland og skoraði eitt mörk. Hann segist aldrei hafa komist í takt í Nordsjælland. „Ég komst ekki í liðið þarna á tímabili og þegar ég skoraði mark hélt ég að þetta myndi detta í gang en ég komst aldrei í gírinn. Stundum er þetta bara svona, en ég er ánægður með þessa lendingu að koma heim. Ég er ekkert bitu, þetta skilaði mér bara fullt af reynslu.“Guðjón Baldvinsson sló í gegn með KR í efstu deild en spilar nú með uppeldisfélaginu í úrvalsdeildinni.vísir/antonVerð fljótur í gang Aðspurður hvort hann verði í hópnum gegn ÍA í 12. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun segir Guðjón: „Mér skilst að menn séu að vinna í þessu. Siggi Dúlla er með puttana í þessu. Hann þekkir menn þarna sem ættu að geta reddað þessu,“ segir Guðjón og hlær en Siggi Dúlla er liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. „Við bara sjáum til hvernig þetta fer allt saman. Hvort það sé sniðugt að fljúga heim seint í kvöld og spila leik á morgun án þess að æfa með liðinu veit ég ekki. Ég tek bara ákvörðun Rúnars Páls.“ Danska úrvalsdeildin hefst í kvöld þannig Guðjón er ekki á tímabili, en hann var að klára undirbúningstímabil með Nordsjælland. „Mér finnst ég vera í góðu formi en ég hef ekki spilað marga leiki í röð í um ár. En ég lenti í þessu líka hjá GAIS og þá kom ég heim til KR og var fljótur í gang. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira