Sport

Aníta í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta hleypur í úrslitum á laugardaginn.
Aníta hleypur í úrslitum á laugardaginn. vísir/epa
Aníta Hinriksdóttir er komin í úrslit í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam.

Aníta endaði í 4. sæti í sínum riðli í undanúrslitum en hún kom í mark á 2:01,41 mínútu.

Tvær efstu í riðlunum þremur komust áfram sem og þær sem voru með tvo bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var önnur þeirra.

Riðilinn hennar Anítu var sá langsterkasti í undanúrslitunum en þær sem náðu fjórum bestu tímunum voru allar í þeim riðli.

Renelle Lamote frá Frakklandi var með besta tímann, 1:59,87, en hún var sú eina sem hljóp á undir tveimur mínútum.

Aníta var einnig með fjórða besta tímann í undanrásunum í gær en þá hljóp hún á 2:02,44 mínútum. Lamote var sömuleiðis með besta tímann þar, 2:01,60.

Úrslitahlaupið fer fram klukkan 19:40 á laugardaginn.

Aníta í hlaupinu í dag.vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×