Fallon Sherrock, sem skrifaði sig á spjöld sögunnar á HM í pílukasti, hefur fengið boð um að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Sherrock vakti heimsathygli þegar hún sigraði Ted Evetts í 1. umferð HM. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti.
Sherrock fylgdi því eftir með því að vinna Mensur Suljovic í 2. umferð. Hún laut svo í lægra haldi fyrir Chris Dobey í 3. umferðinni.
Árangur Sherrocks hefur opnað dyr fyrir hana sem áður voru lokaðar. Hún fékk boð um að keppa á heimsmótaröðinni, World Series of Darts. Og í gær var tilkynnt að hún yrði einn níu áskorenda í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Níu fremstu pílukastarar heims keppa í hverri umferð úrvalsdeildarinnar auk eins áskoranda. Ljóst er að Sherrock keppir í 2. umferð úrvalsdeildarinnar í Nottingham 13. febrúar.
Heimsmeistarinn Peter Wright, Michael van Gerwen, Rob Cross og Gerwyn Price komust sjálfkrafa í úrvalsdeildina. Michael Smith, Gary Anderson, Daryl Gurney, Nathan Aspinall og Glen Durrant fengu aukasæti. Búið er að tilkynna fyrstu tvo áskorendurna; Sherrock og John Henderson.
Here's the nine-player line-up for the 2020 @Unibet Premier League...
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2020
https://t.co/edGyRNBOiepic.twitter.com/BMM53nYc61
The 2020 @unibet Premier League will also feature nine 'Challengers'
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2020
John Henderson and Fallon Sherrock will be joined by seven more stars, announced soon! pic.twitter.com/kS3TLXfvVk
Stig sem áskorendur fá telja ekki á stigatöflu úrvalsdeildarinnar. Þeir fá hins vegar peningaverðlaun fyrir að vinna leiki eða gera jafntefli.
Van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð.
Keppni í úrvalsdeildinni hefst 6. febrúar og lýkur 21. maí.