Fréttir Milljarðar streyma úr landi með starfsemi veðmálafyrirtækja Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað um að íslenska ríkið verði af verulegum fjármunum á meðan lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja hér á landi. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópur skilaði skýrslu fyrir hálfu öðru ári. Innlent 3.7.2024 18:01 Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við. Erlent 3.7.2024 17:34 Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. Innlent 3.7.2024 17:11 Vestmannaeyjabær höfðar skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni hf. vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögn milli lands og Eyja síðasta haust. Innlent 3.7.2024 17:08 Ákærður fyrir árásina á Mette Frederiksen Maðurinn sem réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á Kolatorgi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir árás á embættismann. Erlent 3.7.2024 16:18 Bóndi þvingaður til að afhenda hrút Matvælaráðuneytið úrskurðaði nýlega að bónda á Norðurlandi væri skylt að afhenda Matvælastofnun hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. Innlent 3.7.2024 15:58 Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Innlent 3.7.2024 15:54 Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. Innlent 3.7.2024 15:53 Fjórar ferðir vegna heilbrigðisþjónustu fást nú endurgreiddar Réttur fólks til að fá greiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar miðast nú við fjórar ferðir á hverju almanaksári. Innlent 3.7.2024 15:15 Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. Innlent 3.7.2024 14:58 Dýrmætu vasaúri og silfurfesti stolið af byggðasafni Vasaúri og úrfesti úr silfri var stolið af Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. Úrið og úrfestin voru í eigu Björns Pálssonar á Miðsitju en hann fékk festina frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Starfsfólk safnsins tók eftir því að gripinn vantaði í gærkvöldi. Innlent 3.7.2024 14:47 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Innlent 3.7.2024 14:30 Rannsókn lokið á máli sem snýr að Polar Nanoq Rannsókn á kynferðisbrotamáli sem á að hafa átt sér stað um borð í grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq er nú lokið og málið komið á borð ákærusviðs ríkislögreglustjóra. Innlent 3.7.2024 14:07 Fyrsta makrílfarmi vertíðarinnar landað í Neskaupstað Í gær kom Beitir NK með fyrsta makrílfarm vertíðarinnar til heimahafnar í Neskaupstað. Aflinn var tæp 500 tonn af stórum og flottum makríl, og vinnsla hófst strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Innlent 3.7.2024 13:54 Kári Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa ráðið Kára Garðarsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sjö ár. Innlent 3.7.2024 13:54 Ákærðir fyrir að hafa fellt tré með banvænum afleiðingum Sex menn hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa þann þrettánda mars síðastliðinn fellt tré sem hafnaði á bíl akandi vegfaranda sem lést síðar af sárum sínum. Atvikið átti sér stað í grennd við Slagelse á Sjálandi. Erlent 3.7.2024 13:44 „Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. Innlent 3.7.2024 13:02 Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. Innlent 3.7.2024 12:55 Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Innlent 3.7.2024 12:37 Öldrun heimilislækna og fólksfjölgun valda læknaskorti Skort á heimilislæknum má meðal annars rekja til þess hversu margir þeirra eru að láta af störfum vegna aldurs og örar fjölgunar landsmanna, að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvar sem eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Innlent 3.7.2024 11:53 Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Innlent 3.7.2024 11:42 Læknaskortur og sjávarháski Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags íslenskra heimilislækna sem segir að skort á heimilislæknum megi meðal annars rekja til þess hversu margir séu að láta af störfum vegna aldurs. Innlent 3.7.2024 11:36 Ekki náttúruspjöll heldur forvarnir Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum. Innlent 3.7.2024 11:31 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 3.7.2024 10:43 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. Innlent 3.7.2024 10:33 Íris segir RÚV henda blautri og kaldri tusku í andlit sjómanna Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sérdeilis ólíðandi að sjómenn þurfi að greiða afnotagjöld af RÚV ohf., en séu hins vegar sviptir möguleikum á að ná sjónvarps og útvarpssendingum. Innlent 3.7.2024 09:43 Maður á þrítugsaldri stunginn til bana í Kaupmannahöfn Maður á þrítugsaldri lést af völdum sára sinna í nótt eftir að hafa verið stunginn í Amagerhverfi Kaupmannahafnar. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 25 ára konu í tengslum við málið. Erlent 3.7.2024 09:10 Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Innlent 3.7.2024 09:00 Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. Innlent 3.7.2024 08:41 Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Erlent 3.7.2024 08:08 « ‹ 162 163 164 165 166 167 168 169 170 … 334 ›
Milljarðar streyma úr landi með starfsemi veðmálafyrirtækja Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað um að íslenska ríkið verði af verulegum fjármunum á meðan lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja hér á landi. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópur skilaði skýrslu fyrir hálfu öðru ári. Innlent 3.7.2024 18:01
Þvertaka fyrir að Biden sé efins um framboð Í tilkynningu talsmanns Hvíta hússins er þvertekið fyrir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé efins um að halda framboði sínu til forseta til streitu. Tilkynningin kemur í kjölfar fréttar um að Biden hefði tjáð nánum bandamanni að hann væri að vega og meta það að hætta við. Erlent 3.7.2024 17:34
Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. Innlent 3.7.2024 17:11
Vestmannaeyjabær höfðar skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni hf. vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögn milli lands og Eyja síðasta haust. Innlent 3.7.2024 17:08
Ákærður fyrir árásina á Mette Frederiksen Maðurinn sem réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á Kolatorgi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir árás á embættismann. Erlent 3.7.2024 16:18
Bóndi þvingaður til að afhenda hrút Matvælaráðuneytið úrskurðaði nýlega að bónda á Norðurlandi væri skylt að afhenda Matvælastofnun hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. Innlent 3.7.2024 15:58
Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Innlent 3.7.2024 15:54
Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. Innlent 3.7.2024 15:53
Fjórar ferðir vegna heilbrigðisþjónustu fást nú endurgreiddar Réttur fólks til að fá greiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar miðast nú við fjórar ferðir á hverju almanaksári. Innlent 3.7.2024 15:15
Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. Innlent 3.7.2024 14:58
Dýrmætu vasaúri og silfurfesti stolið af byggðasafni Vasaúri og úrfesti úr silfri var stolið af Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. Úrið og úrfestin voru í eigu Björns Pálssonar á Miðsitju en hann fékk festina frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Starfsfólk safnsins tók eftir því að gripinn vantaði í gærkvöldi. Innlent 3.7.2024 14:47
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Innlent 3.7.2024 14:30
Rannsókn lokið á máli sem snýr að Polar Nanoq Rannsókn á kynferðisbrotamáli sem á að hafa átt sér stað um borð í grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq er nú lokið og málið komið á borð ákærusviðs ríkislögreglustjóra. Innlent 3.7.2024 14:07
Fyrsta makrílfarmi vertíðarinnar landað í Neskaupstað Í gær kom Beitir NK með fyrsta makrílfarm vertíðarinnar til heimahafnar í Neskaupstað. Aflinn var tæp 500 tonn af stórum og flottum makríl, og vinnsla hófst strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Innlent 3.7.2024 13:54
Kári Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa ráðið Kára Garðarsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sjö ár. Innlent 3.7.2024 13:54
Ákærðir fyrir að hafa fellt tré með banvænum afleiðingum Sex menn hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa þann þrettánda mars síðastliðinn fellt tré sem hafnaði á bíl akandi vegfaranda sem lést síðar af sárum sínum. Atvikið átti sér stað í grennd við Slagelse á Sjálandi. Erlent 3.7.2024 13:44
„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. Innlent 3.7.2024 13:02
Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. Innlent 3.7.2024 12:55
Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Innlent 3.7.2024 12:37
Öldrun heimilislækna og fólksfjölgun valda læknaskorti Skort á heimilislæknum má meðal annars rekja til þess hversu margir þeirra eru að láta af störfum vegna aldurs og örar fjölgunar landsmanna, að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvar sem eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Innlent 3.7.2024 11:53
Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Innlent 3.7.2024 11:42
Læknaskortur og sjávarháski Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags íslenskra heimilislækna sem segir að skort á heimilislæknum megi meðal annars rekja til þess hversu margir séu að láta af störfum vegna aldurs. Innlent 3.7.2024 11:36
Ekki náttúruspjöll heldur forvarnir Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum. Innlent 3.7.2024 11:31
„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Innlent 3.7.2024 10:43
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. Innlent 3.7.2024 10:33
Íris segir RÚV henda blautri og kaldri tusku í andlit sjómanna Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sérdeilis ólíðandi að sjómenn þurfi að greiða afnotagjöld af RÚV ohf., en séu hins vegar sviptir möguleikum á að ná sjónvarps og útvarpssendingum. Innlent 3.7.2024 09:43
Maður á þrítugsaldri stunginn til bana í Kaupmannahöfn Maður á þrítugsaldri lést af völdum sára sinna í nótt eftir að hafa verið stunginn í Amagerhverfi Kaupmannahafnar. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 25 ára konu í tengslum við málið. Erlent 3.7.2024 09:10
Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Innlent 3.7.2024 09:00
Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. Innlent 3.7.2024 08:41
Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Erlent 3.7.2024 08:08