„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 12:07 Hanna Katrín vísar fullyrðingum Bændasamtakanna á bug. Vísir/Sigurjón Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. „Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“ Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir verulegum vonbrigðum með drög atvinnuvegaráðuneytisins að frumvarpi um breytingar á búvörulögum. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar og loforð um samráð og samvinnu við hagaðila lásu bændur fyrst um fyrirætlanir stjórnvalda í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag. Þá ítrekaði atvinnuvegaráðherra það á bændafundum í vor að ekki yrði farið í kollsteypur á landbúnaðarkerfinu en vinnubrögð sem þessi grafa undan slíku, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði í yfirlýsingu á vef Bændasamtakanna í gær í tilefni af drögum sem birt voru á föstudag. Engar kollsteypur „Það er nú ekki svo að allir bændur séu að kvarta sáran vegna þess að ég hef auðvitað líka fengið jákvæð viðbrögð þegar það birtist í samráðsgátt á föstudaginn. Og það er auðvitað bara upphafið að því almenna samráði sem á sér stað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður ræddi við hana að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hún að það væri fjarri lagi að um kollvörpun á landbúnaðarkerfinu væri að ræða. „Það er bara misskilningur ef því er haldið fram. Það sem við erum einfaldlega að gera er að tryggja stærri hlut bænda í þessari virðiskeðju sem felst í framleiðslu á landbúnaðarvörum með því að tryggja að þeir hafi sambærilegar heimildir til samvinnu og samstarfs og gildir í nágrannalöndum okkar.“ Tveir til þrír milljarðar á ári Í yfirlýsingu Bændasamtakanna sagði aftur á móti að í frumvarpsdrögunum væri ekki að finna neina útfærslu í þá veru. Til fjölda ára hafi legið fyrir að ná þurfi fram hagræðingu í kjötafurðargreinum rétt eins og bændur hafi séð fyrir sér að næðist með þeim lagabreytingum sem nú eigi að fella úr gildi. „Frumvarpsdrögin skapa því meiri óvissu í starfsumhverfi í landbúnaðarins.“ Lagabreytingar þær sem Bændasamtökin vísa til eru umdeildar breytingar á búvörulögum í fyrra, sem heimiluðu samruna afurðastöðvar í auknum mæli, án samþykkis samkeppnisyfirvalda. Þá segir í yfirlýsingunni að efnislega sé margt athugavert við frumvarpsdrögin en það sem komi stjórninni mest á óvart sé atlaga að íslenskum mjólkuriðnaði sem þar birtist. „Með drögunum á að kollvarpa ríflega tuttugu ára gömlu fyrirkomulagi sem skilað hefur hagræðingu í greininni upp á 2-3 milljarða króna á ári, bændum og neytendum til hagsbóta. Með boðuðum breytingum á að afnema heimild afurðastöðva til að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða.“
Búvörusamningar Landbúnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira