Fréttir

Ferðamannastaðir Fær­eyja lokaðir vegna við­halds

Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í.

Erlent

Bein út­sending: Starliner ber geim­fara til geimstöðvarinnar

Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli.

Erlent

Al­þjóða­nemar neyðist til að vinna svart á Ís­landi

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun.

Innlent

„Tjónið af þessum slóða­skap hleypur á fleiri milljörðum“

Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum.

Innlent

Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking

Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út.

Innlent

Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst um­bóta

Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið.

Innlent

Kveikt í pappa­rusli í Glæsi­bæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum.

Innlent

Kveðst ekki svindla á neinum með happ­drætti sínu

Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra.

Innlent

Hamas sam­þykkir vopnahléstillögu

Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt.

Erlent

Fram­­kvæmdir muni ekki hafa mark­tæk á­hrif á dag­­lega starf­­semi

Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns.

Innlent

Segja var­kárni á­vallt hafa verið Haraldi efst í huga

Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. 

Innlent

Bjóða far­þegum að breyta ferðum vegna mögu­legs verk­falls

Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Innlent

Grunaður um að valda konunni á­verkum sem leiddu hana til dauða

Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Innlent

Ávítti Trump aftur og í­trekaði fangelsishótun

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum.

Erlent

Ó­sáttur með tal eftir­lits­mannsins í kaup­fé­laginu en sektin stendur

Nautgripabóndi á Vesturlandi þarf að greiða 350 þúsund króna stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um útivist nautgripa eftir að matvælaráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar. Bóndinn kærði málið til ráðuneytisins þar sem hann setti meðal annars út á eftirlit stofunarinnar og sér í lagi hegðun eftirlitsmanns Matvælastofnunar í Kaupfélagi Borgfirðinga.

Innlent

Á vestur­leiðinni en ekki á hundrað og tíu

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér.

Innlent

Reiðir yfir um­mælum Macrons og halda æfingar með kjarn­orku­vopn

Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu.

Erlent

Hafi mögu­lega reynt að lenda á ísi­lögðu vatninu

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að flugmaður vélar TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni í febrúar 2022, hafi annað hvort reynt að fljúga í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda vélinni þar en ísinn ekki borið þunga hennar. Þannig hafi vélin hafnað í vatninu.

Innlent