Fréttir

Gist á 23 heimilum

Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 

Innlent

Flug­vél í ljósum logum í Tókýó

Mikill eldur kom upp í flugvél flugfélagsins Japan Airlines eftir lendingu á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. Um fjögur hundruð voru um borð í vélinni og tókst að bjarga þeim öllum.

Erlent

Lægð skilar okkur rigningu eða slydda með köflum

Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesskaga og mun hún stýra veðrinu á landinu í dag. Lægðin er þó hvorki djúp né kröpp og hljóðar vindaspáin upp á suðaustan og austan fimm til þrettán metra á sekúndu.

Veður

Þrjá­tíu látnir hið minnsta og fjölda enn leitað

Talsmenn yfirvalda í Ishikawa-héraði í Japan hafa staðfest að þrjátíu hið minnsta hafi látið lífið í stóra skjálftanum sem reið í gær og varð til þess að fjöldi bygginga eyðilagðist og flóðbylgja skall á landið. Fjölda fólks er enn leitað.

Erlent

Enn leitað að fólki eftir jarð­skjálftann í Japan

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum.

Erlent

Sakar orku­mála­stjóra um van­hæfi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál í nýárspistli sínum og hún sé vanhæf til að taka ákvarðanir vegna framkomu hennar undanfarin ár.

Innlent

Veit oftast hve­nær í­búar á Höfn eiga af­mæli

Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni.

Innlent

Veit loksins hvers virði hann er

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson, var í dag sæmdur fálkaorðu á Bessastöðum fyrir afrek hans og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann segist oft hafa spurt sig í gegnum tíðina hvers virði hann væri, en nú væri hann kominn með svarið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í áramótaávarpi sínu í dag að hann muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir forsetakosningar í sumar. Margir landsmenn segjast munu sakna Guðna en aðrir segja ákvörðunina engu skipta.

Innlent

Hjónin hafi á­kveðið að verja lífinu á annan hátt

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“

Innlent

Maður margra dulargerva gómaður eftir mörg ár á flótta

Strokufangi, sem hefur verið kallaður maður margra dulargerva (e. master of disguise), hefur verið handtekin í Kaliforníuríki Bandaríkjanna eftir fjögur ár á flótta, eða síðan hann slapp úr fangelsi á Hawaii árið 2019. Hann er meðal annars grunaður um dularfullt morð á kærustu sinni.

Erlent

Drottningin hafi varpað sprengju í danskt sam­fé­lag

Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið.

Erlent

Vaktin: Hvað gerir Guðni?

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun tilkynna það í nýársávarpi sínu klukkan 13, hvort hann hyggist bjóða sig fram á ný til embættis forseta Íslands. Guðni hefur setið í forsetastól frá árinu 2016 en þegar hefur verið greint frá tveimur sem íhuga að bjóða sig fram til forseta. 

Innlent