Skoðun

Lýð­ræði og samfélagsmiðlar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði.

Skoðun

„Þú þarft ekki að skilja, bara virða“

Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Dagur vitundarvakningar um POTS og Dysautonomia awareness month. Í dag er alþjóðlegur vitundardagur POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome), sem er eitt af fjölmörgum heilkennum sem fellur undir regnhlíf ósjálfráðra taugakerfisraskana sem kallast Dysautonomia.

Skoðun

Þetta er ekki töl­fræði, heldu líf fólks

Sandra B. Franks skrifar

Ef þú vilt skilja samfélagið, þarftu ekki að lesa langar skýrslur eða fjárlög. Það dugar að staldra við þar sem fólk vinnur með fólki, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á spítölum og í heimahjúkrun. Þar birtist raunveruleikinn, í augnaráði barns sem bíður, í þreytu starfsfólks sem stendur á vakt í úreltri byggingu, eða í rödd kvenna sem þurfa enn að minna þjóðina á að jafnrétti sé ekki unnið verk.

Skoðun

Stjórnmálaklækir og hræsni

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið.

Skoðun

Sam­fé­lag sem stendur saman

Benóný Valur Jakobsson skrifar

Í Norðurþingi höfum við alltaf vitað að styrkur samfélagsins felst ekki í byggingum heldur í fólkinu. Það sem gerir staðinn okkar lifandi eru tengslin, samkenndin og viljinn til að taka höndum saman þegar á reynir.

Skoðun

Er biðin á enda?

Halla Thoroddsen skrifar

Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu.

Skoðun

Hærri skattar á ferða­menn draga úr tekjum ríkis­sjóðs

Þórir Garðarsson skrifar

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti.

Skoðun

Ég þarf ekki að læra ís­lensku til að búa hérna

Halla Hrund Logadóttir skrifar

„Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna,“ sagði leigubílstjórinn og brosti í baksýnisspeglinum. Hann hafði búið hér í nokkur ár, talaði varla orð á íslensku en var augljóslega metnaðarfullur og hlýr ungur maður. Hann kom frá Evrópu og í heimalandi sínu hafði hann starfað við björgun og sjúkraflutningar en kom hingað í leit að betra lífi.

Skoðun

Ó­sýni­legu bjarg­ráð lög­reglu­mannsins

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Við notum öll bjargráð, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki.Þau eru svör líkamans sem reynir að skapa öryggi þegar eitthvað innra með okkur skelfur. Þegar við upplifum spennu eða áföll reynir líkaminn að finna leið til að róa sig. Hann lærir að eitthvað virkar, t.d. hreyfing, samtal eða hlátur.

Skoðun

Óttast Þor­gerður úr­skurð EFTA-dómstólsins?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn gengur út á það að lögfest verði að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem á sér innlendan uppruna.

Skoðun

Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum

Brogan Davison og Pétur Ármannsson skrifa

Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis.

Skoðun

Hver er að væla?

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins.

Skoðun

Tár, kvár og kvennafrí­dagurinn

Kristína Ösp Steinke skrifar

Kvár er „kynsegin einstaklingur”. Hvorki karl né kona. Nema hann sé bæði. M.ö.o eru kynsegin einstaklingar annaðhvort konur sem kjósa að vera ekki konur, eða karlmenn. Valkvíði eða afneitun?

Skoðun

Skattaæfingar tengdar land­búnaðar­starf­semi

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026.

Skoðun

Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár

Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Fyrir tæplega 40 árum var skrifuð kandídatsritgerð við Háskóla Íslands sem ber heitið Konan - Vinnan - Kjörin.

Skoðun

Ís­lenskur her og ís­lensk leyni­þjónusta

Steingrímur Jónsson skrifar

„Helvítis vitleysa er þessi Rússagrýla“ sagði Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir margt löngu við Einar Olgeirsson formann Sósíalistaflokksins. Og bætti svo við: „En andskoti er hún skæð í áróðrinum.“

Skoðun

Er jafn­rétti fyrir allar?

Anna Bergþórsdóttir skrifar

Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt.

Skoðun

Enn einn dagur í bar­áttunni

Ásta F. Flosadóttir skrifar

Síðustu daga hafa sjálfskipaðir siðapostular haldið því fram að þessi dagur sé fíflagangur og kjaftæði.

Skoðun

Verðmæta­sköpunar­laust haust

Jón Gunnarsson skrifar

Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa.

Skoðun

Enginn grunnur fyrir nýju starfs­leyfi Ísteka

Rósa Líf Darradóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifa

Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014.

Skoðun

Krafan sem kvenna­hreyfingin gleymdi

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Boðað hefur verið til Kvennaverkfalls föstudaginn næst komandi þar sem ætlunin er meðal annars að krefjast aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Það er fagnaðarefni enda er ofbeldi gegn konum og kvárum ekki aðeins brot gegn einstaklingum heldur einnig gagnvart öryggi samfélagsins.

Skoðun

Börn geta ekki beðið – krefjumst tafar­lausra að­gerða!

Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa

ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, Þroskahjálp, ÖBÍ réttindasamtök og Umhyggja félag langveikra barna lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af óviðunandi stöðu barna sem bíða greiningar. Þau vara við því að biðlistar eftir greiningu séu orðnir svo langir að heilsu og velferð barna sé beinlínis stefnt í hættu. Þessi staða er óásættanleg og brýnt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við.

Skoðun

Ein­faldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna

Guðmundur Ásgeirsson skrifar

Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra.

Skoðun

Hvað er sköpun í skóla­starfi?

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf.

Skoðun

Af­glæpa­væðing veð­mála

Gunnar Pétur Haraldsson skrifar

Ég skrifaði lokaritgerðina mína um áhrif og mikilvægi erlendra veðmálafyrirtækja fyrir Ísland og birti pistilinn Viltu Finna Milljarð? – Frá Gráu svæði í gagnsæi á Vísi í haust.

Skoðun