Fótbolti

Coventry úr leik í deildarbikarnum

Fyrsta umferð enska deildarbikarins, Carabao Cup, hélt áfram í kvöld og bar þar helst til tíðinda að 3. deildarlið Wimbledon sló 1. deildarlið Coventry út í dramatískum leik þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Fótbolti

Árni pítsu­sali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna

Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust.

Fótbolti

„Man ekki hvort helvítis fylgdi með eða ekki“

Arnar Bergmann Gunnlaugsson missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar lið hans, Víkingur, vann 3-1 sigur gegn FH í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Arnar Bergmann þurfti þar af leiðandi að horfa á lærisveina sína úr stúkunni frá því um miðbik fyrri hálfleiks. 

Fótbolti

Skagamenn aftur upp í annað sætið

ÍA vann öruggan 3-1 útisigur er liðið heimsótti Gróttu í seinasta leik 15. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Með sigrinum komu Skagamenn sér aftur upp í annað sæti deildarinnar.

Fótbolti