Erlent Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. Erlent 30.6.2023 16:06 Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. Erlent 30.6.2023 11:23 Mæðgin látin eftir harmleik í Eystrasalti Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin. Erlent 30.6.2023 10:32 Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Erlent 30.6.2023 09:15 Enn mótmælt á götum Frakklands Mótmælaaldan í Frakklandi hélt áfram í nótt, þriðju nóttina í röð og nú voru tæplega 700 handteknir víðsvegar um landið. Erlent 30.6.2023 08:53 Að minnsta kosti 230 létust í pílagrímsförinni til Mekka Yfir 2.000 manns eru sögð hafa þjáðst af hitatengdum kvillum á meðan Hajj-pílagrímaförinni stóð. Um 1,8 milljón múslíma er sögð hafa farið pílagrímsförina en hitinn fór upp í allt að 48 stig. Erlent 30.6.2023 07:57 Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30.6.2023 07:09 Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30.6.2023 00:02 Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Erlent 29.6.2023 23:31 Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Erlent 29.6.2023 21:25 Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Erlent 29.6.2023 15:43 Banna jákvæða mismunun kynþátta Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Erlent 29.6.2023 14:36 Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Erlent 29.6.2023 14:06 Sögð ætla að lýsa vinsælt sætuefni mögulegan krabbameinsvald Undirstofnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er sögð ætla að lýsa gervisætuefnið aspartam mögulegan krabbameinsvald í næsta mánuði. Aspartam er notað í fjölda sykurlausra gosdrykkja og tyggigúmmí svo eitthvað sé nefnt. Erlent 29.6.2023 12:20 Tsipras hættir eftir að Syriza beið afhroð í kosningum Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í vinstriflokknum Syriza eftir að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. Erlent 29.6.2023 12:18 Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu. Erlent 29.6.2023 11:43 Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Erlent 29.6.2023 11:20 Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. Erlent 29.6.2023 10:35 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Erlent 29.6.2023 10:23 Dæmdur í ótímabundið fangelsi fyrir morðið á Miu Hinn 38 ára gamli Thomas Thomsen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári og fyrir tilraun til nauðgunar og ósæmilega meðferð á líki hennar var í dag dæmdur í ótímabundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sérstaklega hættulegir. Erlent 29.6.2023 10:16 Meintur flugumaður Rússa handtekinn í Kramatorsk Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að meintur njósnari fyrir Rússa sem sagður er hafa aðstoðað við mannskæða árás í borginni Kramatorsk verði ákærður fyrir landráð. Erlent 29.6.2023 09:55 Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. Erlent 29.6.2023 09:30 Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga. Erlent 29.6.2023 07:56 Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum. Erlent 29.6.2023 07:13 Líkamsleifar fundust í flakinu af Titan Líkamsleifar hafa fundist í brakinu af kafbátnum Titan, sem fórst skammt frá flakinu af Titanic fyrir um tveimur vikum síðan. Fimm voru innanborðs þegar slysið átti sér stað. Erlent 29.6.2023 06:54 Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni. Erlent 28.6.2023 19:46 NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Erlent 28.6.2023 14:15 Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. Erlent 28.6.2023 13:46 Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. Erlent 28.6.2023 11:49 Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. Erlent 28.6.2023 11:43 « ‹ 134 135 136 137 138 139 140 141 142 … 334 ›
Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. Erlent 30.6.2023 16:06
Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. Erlent 30.6.2023 11:23
Mæðgin látin eftir harmleik í Eystrasalti Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin. Erlent 30.6.2023 10:32
Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Erlent 30.6.2023 09:15
Enn mótmælt á götum Frakklands Mótmælaaldan í Frakklandi hélt áfram í nótt, þriðju nóttina í röð og nú voru tæplega 700 handteknir víðsvegar um landið. Erlent 30.6.2023 08:53
Að minnsta kosti 230 létust í pílagrímsförinni til Mekka Yfir 2.000 manns eru sögð hafa þjáðst af hitatengdum kvillum á meðan Hajj-pílagrímaförinni stóð. Um 1,8 milljón múslíma er sögð hafa farið pílagrímsförina en hitinn fór upp í allt að 48 stig. Erlent 30.6.2023 07:57
Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30.6.2023 07:09
Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30.6.2023 00:02
Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Erlent 29.6.2023 23:31
Hlaut 24 ára dóm fyrir að láta myrða kollega sinn Pólitískur ráðgjafi sem borgaði tveimur mönnum fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að myrða kollega sinn var dæmdur í 24 ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Morðingjarnir tveir hlutu sextán og tuttugu ára dóma. Erlent 29.6.2023 21:25
Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum. Erlent 29.6.2023 15:43
Banna jákvæða mismunun kynþátta Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Erlent 29.6.2023 14:36
Ráðist inn í sænska sendiráðið í Bagdad vegna Kóranbrennu Hópur reiðra mótmælenda réðst inn í sænska sendiráðið í Bagdad. Mótmælin voru boðuð eftir að írakskur maður kveikti í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi í gær. Fjöldi múslimaríkja hefur fordæmt bókabrennuna. Erlent 29.6.2023 14:06
Sögð ætla að lýsa vinsælt sætuefni mögulegan krabbameinsvald Undirstofnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er sögð ætla að lýsa gervisætuefnið aspartam mögulegan krabbameinsvald í næsta mánuði. Aspartam er notað í fjölda sykurlausra gosdrykkja og tyggigúmmí svo eitthvað sé nefnt. Erlent 29.6.2023 12:20
Tsipras hættir eftir að Syriza beið afhroð í kosningum Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í vinstriflokknum Syriza eftir að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. Erlent 29.6.2023 12:18
Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu. Erlent 29.6.2023 11:43
Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Erlent 29.6.2023 11:20
Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. Erlent 29.6.2023 10:35
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Erlent 29.6.2023 10:23
Dæmdur í ótímabundið fangelsi fyrir morðið á Miu Hinn 38 ára gamli Thomas Thomsen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári og fyrir tilraun til nauðgunar og ósæmilega meðferð á líki hennar var í dag dæmdur í ótímabundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sérstaklega hættulegir. Erlent 29.6.2023 10:16
Meintur flugumaður Rússa handtekinn í Kramatorsk Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að meintur njósnari fyrir Rússa sem sagður er hafa aðstoðað við mannskæða árás í borginni Kramatorsk verði ákærður fyrir landráð. Erlent 29.6.2023 09:55
Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. Erlent 29.6.2023 09:30
Ríkisfjölmiðill áminntur vegna myndskeiðs af kynlífi höfrunga Fjölmiðlaeftirlitsstofnun Nýja-Sjálands hefur veitt ríkisfjölmiðlinum TVNZ áminningu fyrir að heimila náttúrulífsþátt fyrir alla aldurshópa. Ákvörðunin var tekin eftir að einn áhorfandi kvartaði undan atriði sem sýndi mökun höfrunga. Erlent 29.6.2023 07:56
Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum. Erlent 29.6.2023 07:13
Líkamsleifar fundust í flakinu af Titan Líkamsleifar hafa fundist í brakinu af kafbátnum Titan, sem fórst skammt frá flakinu af Titanic fyrir um tveimur vikum síðan. Fimm voru innanborðs þegar slysið átti sér stað. Erlent 29.6.2023 06:54
Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni. Erlent 28.6.2023 19:46
NASCAR-stjarna dregur sig í hlé eftir blóðugan fjölskylduharmleik Sjöfaldi NASCAR-meistarinn Jimmie Johnson keppir ekki um helgina eftir að foreldrar og ungur frændi eiginkonu hans fundust látin á mánudag. Svo virðist sem að tengdamóðir hans hafi skotið eiginmann sinn og barnabarn til bana áður en hún svipti sig lífi. Erlent 28.6.2023 14:15
Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna. Erlent 28.6.2023 13:46
Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu Thomas Thomsen, 38 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um tilraun til að nauðga henni og ósæmilega meðferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta. Erlent 28.6.2023 11:49
Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. Erlent 28.6.2023 11:43