Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2024 15:54 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virtist í dag staðfesta að hann ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og nota bandaríska herinn til að vísa farand- og flóttafólki, sem hefur ekki heimild til að vera í Bandaríkjunum, úr landi. Trump deildi níu daga gamalli færslu frá íhaldssömum aðgerðasinna á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðli, í morgun. Aðgerðasinninn, sem heitir Tom Fitton, sagðist þar hafa heyrt fregnir af því að Trump ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og binda enda á „innrás Bidens“ með umfangsmiklum brottvísunum og nota herinn til þessa. „Satt!!!“ skrifaði Trump. Skjáskot af færslu Trumps á TruthSocial. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um að vísa öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega úr landi og hefur hann einnig ítrekað stungið upp á því að nota herinn til verksins. Þá hefur hann heitið því að einbeita sér fyrst að farand- og flóttafólki sem hefur komist í kast við lögin. Eins og fram kemur í frétt Forbes áætla starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að um ellefu milljónir manna haldi þar til ólöglega. Þá stefnir Trump einnig að því að loka á aðgang fólks frá tilteknum löndum að Bandaríkjunum, stöðva fjármögnun til svokallaðra „skjólborga“ og meina farand- og flóttafólki að vera í Bandaríkjunum á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. Ráðgjafar Trumps, eins og Stephen Miller, verðandi aðstoðarstarfsmannastjóri hans, hafa lagt til að mögulega verði reistar stórar búðir þar sem hýsa á fólk sem safnað verður saman, áður en það verður flutt úr landi. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Trump að hann ætlaði að gera Tom Homan, fyrrverandi yfirmann innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), að svokölluðum „landamærakeisara“ sínum. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Trump deildi níu daga gamalli færslu frá íhaldssömum aðgerðasinna á TruthSocial, hans eigin samfélagsmiðli, í morgun. Aðgerðasinninn, sem heitir Tom Fitton, sagðist þar hafa heyrt fregnir af því að Trump ætlaði sér að lýsa yfir neyðarástandi og binda enda á „innrás Bidens“ með umfangsmiklum brottvísunum og nota herinn til þessa. „Satt!!!“ skrifaði Trump. Skjáskot af færslu Trumps á TruthSocial. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um að vísa öllum þeim sem eru í Bandaríkjunum ólöglega úr landi og hefur hann einnig ítrekað stungið upp á því að nota herinn til verksins. Þá hefur hann heitið því að einbeita sér fyrst að farand- og flóttafólki sem hefur komist í kast við lögin. Eins og fram kemur í frétt Forbes áætla starfsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna að um ellefu milljónir manna haldi þar til ólöglega. Þá stefnir Trump einnig að því að loka á aðgang fólks frá tilteknum löndum að Bandaríkjunum, stöðva fjármögnun til svokallaðra „skjólborga“ og meina farand- og flóttafólki að vera í Bandaríkjunum á meðan mál þeirra eru tekin fyrir. Ráðgjafar Trumps, eins og Stephen Miller, verðandi aðstoðarstarfsmannastjóri hans, hafa lagt til að mögulega verði reistar stórar búðir þar sem hýsa á fólk sem safnað verður saman, áður en það verður flutt úr landi. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Trump að hann ætlaði að gera Tom Homan, fyrrverandi yfirmann innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), að svokölluðum „landamærakeisara“ sínum. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Tengdar fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. 18. nóvember 2024 11:10
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. 14. nóvember 2024 13:33
Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent