Innlent

Blóðugur hnífur fannst á heimili hins grunaða

Blóðugur hnífur fannst á heimili karlmanns á fimmtugsaldri sem hefur verið ákærður fyrir tilefnislausa stunguárás í janúar á þessu ári. Maðurinn neitar sök, en samkvæmt niðurstöðum sérfræðinga er hann talinn sakhæfur.

Innlent

Skila­boð frá ís­lenskri ljós­móður á Gasa

Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er við störf á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza. Þar sinnir hún konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Starfið hennar er krefjandi en hún segir að á fæðingardeildinni sjái fólk meiri hamingju en sorg

Innlent

Loft­belgur á flugi yfir Suður­landi í morgun

Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund.

Innlent

Grun­sam­legir menn reyndust dósasafnarar

Tilkynnt var um tvo grímuklædda og grunsamlega aðila á rafhlaupahjólum í Kópavogi í gær eða nótt. Í dagbók lögreglu segir að þegar lögregla kom á vettvang hafi komið í ljós að mennirnir tveir voru að tína upp dósir og flöskur. 

Innlent

Al­elda bif­reið við Rauða­vatn

Bíll valt við Rauðavatn í gær. Eftir að ökumanni var bjargað úr bílnum kviknaði í honum. Fjallað er um málið í dagbók lögreglu og færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Innlent

Um­ræða um út­lendinga oft harka­leg og ekki upp­byggi­leg

Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir umræðu um útlendinga hafa verið harkalega og ekki uppbyggilega. Hann kynnti nýlega fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Markmiðið með stefnunni er að búa til samfélag sem er jafnara og býður upp á sömu tækifæri fyrir alla, óháð uppruna. Í haust mun hann leggja fram tillögu til þingsályktunarum stefnuna til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára.

Innlent

NATO styrkir verk­efni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja net­tengingu í til­felli á­rásar

Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann.

Innlent

Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi veg­far­enda

Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar.

Innlent

Vaxandi van­skil merki um víð­tækari vanda fram­undan

Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín.

Innlent

Ríkið taki við upp­byggingu hjúkrunarheimila

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt breytingu á lögum sem fellir brott skyldu sveitarfélaga til að greiða fimmtán prósent stofnkostnaðar við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist fagna breytingunum og að þær komi til með að létta byrði smærri sveitarfélaga sem gætu átt erfitt með að standa undir sínum hluta.

Innlent

Afmælisfundur NATO í skugga á­taka í gjörbreyttum heimi

Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma.

Innlent

Stefna að út­rýmingu sauðfjárriðu innan tuttugu ára

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra undirritaði í dag landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu ásamt Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar og Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands. Stefnt er að því að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi innan tuttugu ára.

Innlent

Ís­land hafi lengi verið einn dýrasti á­fanga­staður heims

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu.

Innlent

Al­var­leg van­skil aukast og hryllingur í Úkraínu

Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan í efnahagslífinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Skúli Tómas kominn með lækninga­leyfi

Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er kominn með lækningaleyfi á nýjan leik. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga.

Innlent

Flestir treysta ríkis­stjórninni miklu verr eftir að Bjarni tók við

Sjötíu og tvö prósent landsmanna treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Hins vegar treysta ellefu prósent ríkisstjórninni betur eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum en átján prósent jafn mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.

Innlent

Þaul­skipu­lagt af hags­muna­aðilum og þeirra full­trúum á þingi

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 

Innlent

Hillir loks undir fram­kvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf

Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín.

Innlent