„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2025 21:10 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Ívar Fannar Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum. Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum.
Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira