Innlent Slökkvistarf í Kringlunni og staða Vinstri grænna Slökkvistarfi við Kringluna lauk klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í þaki verslunarmiðstöðvarinnar síðdegis í gær. Slökkviliðsstjóri segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins og vettvangur sé nú í höndum tryggingafélaganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 16.6.2024 11:37 Laxateljari greinir eldislaxa frá villtum löxum Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa komið fyrir laxateljara í fiskveginum við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána. Innlent 16.6.2024 10:48 Ferðaþjónustan, þingmálin og Running Tide í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 16.6.2024 08:50 Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Innlent 16.6.2024 08:20 Myndir: Allt á floti í Kringlunni Greint hefur verið frá því að mikið vatn sé nú á gólfum Kringlunnar vegna slökkvistarfs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem barðist við eld á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í kvöld. Innlent 15.6.2024 23:49 Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. Innlent 15.6.2024 23:15 Konungsskip Dana í Reykjavík Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. Innlent 15.6.2024 22:28 „Sumar búðir hafa sloppið vel, aðrar ekki“ Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að slökkvistarfi við utanverða Kringluna sé lokið. Nú dæli slökkvilið vatni af þakplötu verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem að eldurinn kviknaði í dag. Og þá segir hann töluverða vinnu eftir inni í Kringlunni. Innlent 15.6.2024 21:13 Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Innlent 15.6.2024 19:59 „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. Innlent 15.6.2024 19:54 Flókið verkefni og mikið tjón í Kringlunni Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að loksins nú virðist slökkvilið vera að ná tökum á eldi sem kviknaði í Kringlunni í dag. Um sé að ræða flókið verkefni. Innlent 15.6.2024 18:49 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. Innlent 15.6.2024 18:23 Eldur í Kringlunni og Kristján Loftsson um hvalveiðileyfið Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðdegis og allt tiltækt slökkvilið var kallað til. Rýma þurfti verslunarmiðstöðina. Við verðum í beinni útsendingu frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.6.2024 18:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. Innlent 15.6.2024 17:41 Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. Innlent 15.6.2024 17:00 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Innlent 15.6.2024 16:27 Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 15.6.2024 15:54 Björgunarsveit kölluð út í Þórsmörk Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Innlent 15.6.2024 15:28 Áhyggjur af vanda drengja í menntakerfinu óþarfar Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, veltir því fyrir sér hvort strákar séu ekki bara að gera rétt í því að eltast ekki við skólagöngu og háar einkunnir. Karlar séu með hærri tekjur en konur í öllum aldurshópum, þrátt fyrir að yngri konur séu líklegri en karlar til að hafa gengið menntaveginn. Innlent 15.6.2024 15:00 Þyrlan kölluð út vegna reiðslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þrðija tímanum í dag vegna reiðslyss í Borgarfirði. Innlent 15.6.2024 14:58 Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið. Innlent 15.6.2024 13:48 Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. Innlent 15.6.2024 13:42 Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Innlent 15.6.2024 13:08 Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Innlent 15.6.2024 12:12 Tveimur haldið sofandi vegna slyssins Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. Innlent 15.6.2024 11:52 Rútuslys í Öxnadal og meintar rangfærslur ráðherra Fimm voru fluttir til á Landspítalann með sjúkraflugi eftir að rúta með 22 farþega valt í Öxnadal í gær. Ekki er vitað um líðan þessara fimm sem voru mest slasaðir en rannsókn er enn á frumstigi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.6.2024 11:30 Guðni snýr aftur í sagnfræðina Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands mun snúa aftur til starfa við Háskóla Íslands í haust. Þetta kom fram í ræðu Jóns Atla, rektors HÍ, í brautskráningarathöfn skólans í dag. Innlent 15.6.2024 11:14 Leita að nýju húsnæði fyrir kaffistofu Samhjálpar Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Innlent 15.6.2024 11:00 Öxnadalsheiði opin á ný Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. Innlent 15.6.2024 09:41 Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. Innlent 15.6.2024 09:30 « ‹ 194 195 196 197 198 199 200 201 202 … 334 ›
Slökkvistarf í Kringlunni og staða Vinstri grænna Slökkvistarfi við Kringluna lauk klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í þaki verslunarmiðstöðvarinnar síðdegis í gær. Slökkviliðsstjóri segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins og vettvangur sé nú í höndum tryggingafélaganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 16.6.2024 11:37
Laxateljari greinir eldislaxa frá villtum löxum Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa komið fyrir laxateljara í fiskveginum við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána. Innlent 16.6.2024 10:48
Ferðaþjónustan, þingmálin og Running Tide í Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 16.6.2024 08:50
Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Innlent 16.6.2024 08:20
Myndir: Allt á floti í Kringlunni Greint hefur verið frá því að mikið vatn sé nú á gólfum Kringlunnar vegna slökkvistarfs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem barðist við eld á þaki verslunarmiðstöðvarinnar í kvöld. Innlent 15.6.2024 23:49
Umfangsmikið mengunarslys vegna rútuslyssins Rútuslysið sem varð við Fagranes í Öxnadal átti sér stað á vatnsverndarsvæði Norðurorku. Mengunarslys, nánar tiltekið olíuleki í Öxnadalsá, varð vegna rútuslyssins. Innlent 15.6.2024 23:15
Konungsskip Dana í Reykjavík Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. Innlent 15.6.2024 22:28
„Sumar búðir hafa sloppið vel, aðrar ekki“ Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að slökkvistarfi við utanverða Kringluna sé lokið. Nú dæli slökkvilið vatni af þakplötu verslunarmiðstöðvarinnar, þar sem að eldurinn kviknaði í dag. Og þá segir hann töluverða vinnu eftir inni í Kringlunni. Innlent 15.6.2024 21:13
Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Innlent 15.6.2024 19:59
„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. Innlent 15.6.2024 19:54
Flókið verkefni og mikið tjón í Kringlunni Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að loksins nú virðist slökkvilið vera að ná tökum á eldi sem kviknaði í Kringlunni í dag. Um sé að ræða flókið verkefni. Innlent 15.6.2024 18:49
Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. Innlent 15.6.2024 18:23
Eldur í Kringlunni og Kristján Loftsson um hvalveiðileyfið Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðdegis og allt tiltækt slökkvilið var kallað til. Rýma þurfti verslunarmiðstöðina. Við verðum í beinni útsendingu frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.6.2024 18:00
Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. Innlent 15.6.2024 17:41
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. Innlent 15.6.2024 17:00
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Innlent 15.6.2024 16:27
Eldur logar í þaki Kringlunnar Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar þar sem iðnaðarmenn voru að störfum á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 15.6.2024 15:54
Björgunarsveit kölluð út í Þórsmörk Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út síðdegis í dag vegna konu sem hafði slasast á fæti. Sigurbjörg Metta Sigurrósdóttir hjá Landsbjörgu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Innlent 15.6.2024 15:28
Áhyggjur af vanda drengja í menntakerfinu óþarfar Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, veltir því fyrir sér hvort strákar séu ekki bara að gera rétt í því að eltast ekki við skólagöngu og háar einkunnir. Karlar séu með hærri tekjur en konur í öllum aldurshópum, þrátt fyrir að yngri konur séu líklegri en karlar til að hafa gengið menntaveginn. Innlent 15.6.2024 15:00
Þyrlan kölluð út vegna reiðslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þrðija tímanum í dag vegna reiðslyss í Borgarfirði. Innlent 15.6.2024 14:58
Kjósendur Jóns Gnarr líklegastir til að vera ósáttir með Höllu Almenn sátt virðist ríkja meðal landsmann aum kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt niðurstöðum nýs þjóðarpúls Gallup. Ríflega helmingur svarenda sagðist mjög eða að öllu leyti sáttur við kjör hennar í embættið. Innlent 15.6.2024 13:48
Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. Innlent 15.6.2024 13:42
Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Innlent 15.6.2024 13:08
Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Innlent 15.6.2024 12:12
Tveimur haldið sofandi vegna slyssins Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. Innlent 15.6.2024 11:52
Rútuslys í Öxnadal og meintar rangfærslur ráðherra Fimm voru fluttir til á Landspítalann með sjúkraflugi eftir að rúta með 22 farþega valt í Öxnadal í gær. Ekki er vitað um líðan þessara fimm sem voru mest slasaðir en rannsókn er enn á frumstigi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 15.6.2024 11:30
Guðni snýr aftur í sagnfræðina Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands mun snúa aftur til starfa við Háskóla Íslands í haust. Þetta kom fram í ræðu Jóns Atla, rektors HÍ, í brautskráningarathöfn skólans í dag. Innlent 15.6.2024 11:14
Leita að nýju húsnæði fyrir kaffistofu Samhjálpar Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Innlent 15.6.2024 11:00
Öxnadalsheiði opin á ný Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður á ný á fimmta tímanum í nótt. Honum var lokað í gærkvöldi eftir að alvarlegt rútuslys varð á veginum. Innlent 15.6.2024 09:41
Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. Innlent 15.6.2024 09:30