Innlent

Rútuslys á Holta­vörðu­heiði

Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Innlent

Öku­maður að öllum líkindum sofandi þegar slysið varð

Ökumaður Kia bifreiðar sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í júní í fyrra var að öllum líkindum sofandi þegar slysið átti sér stað. Slitlag á vegi var einnig ekki samkvæmt nýjustu viðmiðum Vegagerðar. Einn slasaðist alvarlega í slysinu sem átti sér stað seinni part dags 16. júní. 

Innlent

Evrópu­meistarar í raf­tækja­úr­gangi

Freyr Eyjólfsson umhverfisverndarsinni hefur skorið upp herör gegn Svörtum fössara. Hann segir Íslendinga umhverfissóða og kaupæðið sem verið er að efna til í dag sé enn eitt sprekið á bál neysluhyggjunnar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um blaðamannafund ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir þar sem aðgerðir til handa Grindvíkingum í húsnæðismálum verða kynntar.

Innlent

Fjórir hand­teknir í tengslum við hnífaárás

Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við hnífaárás í Reykjavík í nótt. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri árás á Litla hrauni í gær. Sú árás átti sér stað á alræmdu torgi innan fangelsisins sem fangelsismálayfirvöld hafa varað við árum saman.

Innlent

Segir Al­þingi „nánast lamað“

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál.

Innlent

Í­búar í Grinda­vík fá rýmri heimildir á morgun

Íbúum í Grindavík verður leyft að fara á fólksbílum inn í bæinn á morgun til að sækja verðmæti. Þá verða sendibílar og aðrir bílar allt að 3,5 tonn í heildarþyngd og kerrur auk þess leyfðar. Þá verður ekki haldinn upplýsingafundur almannavarna á morgun. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindavíkingar fengu í fyrsta sinn frá rýmingu að fara frjálsir inn í bæinn í dag. Fjöldi fólks mætti til þess að bjarga eigum sínum, sumir til að sækja nokkra hluti en aðrir sóttu búslóðina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við til Grindavíkur, skoðum skemmdir í bænum og ræðum við íbúa.

Innlent

Elsta stein­hús bæjarins ó­nýtt

Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu.

Innlent

Telur að for­maður HSÍ eigi að segja af sér

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust.

Innlent

Þungt haldinn eftir stunguárás á Litla-Hrauni

Lögreglan var kölluð út í fangelsið Litla-Hrauni vegna atviks sem þar átti sér stað í dag um tvöleytið. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás. Samkvæmt heimildum Vísis var eggvopni beitt og sá sem fyrir árásinni varð er þungt haldinn. Lögregla segir rannsókn á árásinni á frumstigi.

Innlent