Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 15:04 Frá vinstri: Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. Þau segja í yfirlýsingu sinni að í stað þess að leggja regluna af ætti að víkka þessa reglu út þannig hún gilti einnig á almennum markaði. Þannig sé það á öðrum Norðurlöndum. Formaður BHM sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að engir útreikningar væru að baki tillögum hópsins um opinbera starfsmenn. Fjallað er um það sömuleiðis í sameiginlegu yfirlýsingunni. „Undanfarin ár hafa sérhagsmunahópar atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði gert þá kröfu að ákvæði um áminningu verði fellt brott úr starfsmannalögum. Meginröksemdirnar hafa verið að jafna þurfi réttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þessum kröfum hafa hins vegar ekki fylgt útreikningar eða greiningar á ætluðum sparnaði, sem veldur því að tillögurnar hafa ekki þótt trúverðugar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að opinberar stofnanir glími við margs konar vanda. Það sé mikil starfsmannavelta, hár meðalaldur og lítil nýliðun. Þá glími þau einnig við mikla veikindafjarveru og manneklu á sama tíma og aukning er að vera á störfum í umönnun vegna, meðal annars, öldrunar þjóðarinnar. „Ljóst er að vandinn sem felst í skorti á starfsfólki mun bara aukast eftir því sem tíminn líður og sá skortur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið allt.“ Þau segja eðlilegt, í ljósi tillagnanna, að spyrja hvort ríkisstjórnin ætli að horfa framan í hóp opinberra starfsmanna og segja þeim að „mikilvægasta verkefnið fram undan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum.“ „Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar,“ segir að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Þau segja í yfirlýsingu sinni að í stað þess að leggja regluna af ætti að víkka þessa reglu út þannig hún gilti einnig á almennum markaði. Þannig sé það á öðrum Norðurlöndum. Formaður BHM sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að engir útreikningar væru að baki tillögum hópsins um opinbera starfsmenn. Fjallað er um það sömuleiðis í sameiginlegu yfirlýsingunni. „Undanfarin ár hafa sérhagsmunahópar atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði gert þá kröfu að ákvæði um áminningu verði fellt brott úr starfsmannalögum. Meginröksemdirnar hafa verið að jafna þurfi réttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og auka hagkvæmni í ríkisrekstri. Þessum kröfum hafa hins vegar ekki fylgt útreikningar eða greiningar á ætluðum sparnaði, sem veldur því að tillögurnar hafa ekki þótt trúverðugar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur jafnframt fram að opinberar stofnanir glími við margs konar vanda. Það sé mikil starfsmannavelta, hár meðalaldur og lítil nýliðun. Þá glími þau einnig við mikla veikindafjarveru og manneklu á sama tíma og aukning er að vera á störfum í umönnun vegna, meðal annars, öldrunar þjóðarinnar. „Ljóst er að vandinn sem felst í skorti á starfsfólki mun bara aukast eftir því sem tíminn líður og sá skortur er kostnaðarsamur fyrir samfélagið allt.“ Þau segja eðlilegt, í ljósi tillagnanna, að spyrja hvort ríkisstjórnin ætli að horfa framan í hóp opinberra starfsmanna og segja þeim að „mikilvægasta verkefnið fram undan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum.“ „Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar,“ segir að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira