Innlent

Sau­tján milljóna króna greiðslan vekur hneykslan

Konur í fræðasamfélaginu hafa hneykslast á skýrslu um stöðu drengja í menntakerfinu, sem greinandi hjá CCP vann að beiðni tveggja ráðherra. Bæði vekur há upphæð, sem greidd var fyrir skýsluna, athygli en einnig inntak skýrslunnar og framsetning.

Innlent

Dósent við HÍ „óskaði þess að á­rásar­maðurinn hefði hitt“

Erna Magnúsdóttir dósent í læknadeild Háskóla Íslands skrifaði athugasemd við færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa óskað þess að skotmaðurinn sem gerði banatilræði gegn Donaldi Trump forsetaframbjóðanda hefði hæft hann. Erna segist standa við orð sín en að auðvelt sé að taka þau úr samhengi.

Innlent

Ó­venju­legi tölvu­pósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfs­mann hann ætti að reka fyrir jólin

Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar.

Innlent

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi

Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

Innlent

Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóð­há­tíð í sumar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri.

Innlent

Veitinga­menn berjist í bökkum

Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum.

Innlent

Stór­hættu­legur fram­úr­akstur á Holta­vörðu­heiði

Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.

Innlent

Diljá Mist segir hræsni ein­kenna ís­lenska femín­ista

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara.

Innlent

Frjó­semi á Ís­landi aldrei verið minni en í fyrra

Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.

Innlent

Telur ekki trú­legt að komið verði á samkomutakmörkunum

Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins.

Innlent

„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góð­vild fólks“

Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. 

Innlent

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Innlent

Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett

Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent