Handbolti

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas

ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Handbolti

Óðinn Þór og Oddur með stórleiki

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni.

Handbolti

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Handbolti

„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“

Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman.

Handbolti

„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári.

Handbolti

„Passa sig á að sofna ekki á verðinum“

„Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag.

Handbolti

Noregur hefur titilvörnina á sigri

Keppni hófst á Evrópumóti kvenna í handbolta í dag. Mótið fer fram í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu en leikið var í A- og B-riðli í fyrst nefnda landinu í kvöld.

Handbolti

Jafnt hjá KA og Stjörnunni fyrir norðan

KA og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. Stjarnan náði mest sjö marka forystu í leiknum en KA átti frábæra endurkomu og var nálægt því að tryggja sér stigin tvö undir lokin.

Handbolti

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Handbolti

Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka

Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka.

Handbolti

Ókeypis á leikina við Ísrael um helgina

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur afar mikilvæga leiki við Ísrael um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stefnt er á að fylla höllina og er aðgangur ókeypis í boði Arion banka.

Handbolti

Stiven hló eftir stysta viðtal sögunnar

Valsarinn Stiven Valencia var fenginn í viðtal eftir sigurinn góða gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöld en þurfti ekki að verja löngum tíma fyrir framan míkrafóninn.

Handbolti

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Handbolti