Handbolti

„Þarna var þetta svo inni­legt“

Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014.

Handbolti

„Með góðri frammi­stöðu er allt mögu­legt“

„Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag.

Handbolti

Gísli Þor­geir öflugur í stór­sigri

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu góðan sigur í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Ómar Ingi Magnússon er enn fjarri góðu gamni.

Handbolti

„Takk Jovan Kukobat“

Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn.

Handbolti

„Ég er bara á bleiku á skýi“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár.

Handbolti

Donni marka­hæstur í endur­kominni

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum.

Handbolti

„Mér líður ekkert vel“

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikars karla í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn.

Handbolti

Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir

Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn.

Handbolti

Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir

Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.

Handbolti